XXXIX.
Hver læra skal Ritningina sá kann ekkert annað erfiði að vakta og sá sem skal læra sá kann ekkert annað hafa að gjöra. [ Hvernin kann sá taka vara upp á kennsluna er hann hlýtur að erja og sá sem eykina keyrir gjarna með svipunum og með þess háttar verkum umgengur og veit ekki nema af eykunum að segja? Hann hlýtur að hugsa hvernin hann skal vinna sitt akurverk og hlýtur síð og árla kúnum fóður að gefa.
So og einnin snikkarar og trésmiðir. Þeir nótt og dag erfiða og skera út líkneski og eru iðnir að gjöra margháttuð erfiði. Þeir hljóta að hugsa að það fari rétt og árla og síð þar yfir að liggja að þeir fullgjöri það.
So og einnin járnsmiðurinn. Hann hlýtur að sitja við sinn steðja og sitt smiði að vakta og verður eldsmóður og erfiðar sig móðan fyrir aflinum. Hamarshljóðið fyllir upp hans hlustir og sér þar til hversu hann fullgjörir sitt verk og hann hlýtur að hugsa hversu hann það gjöri til reiðu og snemma og seint þar við að vera að hann því vel af stað komi.
So og einn leirpottamakari. Hann hlýtur að vera við sitt erfiði og hjólinu með fótum sér að snúa og hlýtur iðuglega sitt verk að vinna með áhyggju og hefur sitt dagsverk víst. Hann hlýtur með armleggjunum út af leiri sitt ker að mynda og hlýtur með mæðu sig að beygja á sínum fótum. Hann hlýtur að hugsa hversu hann glerrenni það fínlega og árla og seint ofninn að hreinsa.
Þessir allir treysta af sínum handverkum og sérhver kostgæfir að hann kunni sitt erfiði. Menn kunna ei í borginni þeirra að missa en hvergi kunna menn þá í burtu að skikka. Þeir kunna ei á því embætti vara að taka eða í samkundum að stjórna. Þeir kunna ei þann skilning að hafa öðrum skriftina að kenna né heldur dóm og réttlæti að prédika. Þeir kunna ekki spakmæli hygginna manna að lesa heldur hljóta þeir upp á sína tímanlega næring að þenkja og hugsa ei framar en hvað þeir kunna með sínu erfiði að afla.
En hver hann skal sig til leggja að [ læra lögmál Hins hæsta sá hlýtur vísdóm allra hinna gömlu að rannsaka og í spámannabókum að stúdera. [ Hann hlýtur og að gaumgæfa lífsögur nafnfrægra manna og þar eftir að hugsa hvað þær hafa að þýða og kenna. Hann hlýtur að læra andlega málsgreinir og sig í djúpsettri ræðu að iðka. Sá kann höfðingjum að þjóna og hjá herrunum að vera. Hann má láta skikka sig í framandi lönd því hann hefur forsótt hvað hjá mönnum er duglegt og eigi duglegt og hugsar að hann árla upp rísi að leita Drotins sem hann hefur skapað og biðst fyrir í augliti Hins hæsta. Hann lýkur upp frílega sinn munn og biður fyrir misgjörðum alls lýðs. Og þá þegar Drottinn er so blíðkaður so gefur hann honum vísdómsanda gnóglegan að hann kann viturlegt ráð og lærdóm volduglega að gefa. Þar fyrir gjörir hann Drottni þakkir í sinni bæn og Drottinn gefur þar náð til að hans ráð og kenning framgengur. Og hann umhugsar áður með sjálfum sér, síðan segir hann sjálfur sitt ráð og kenning opinberlega og sannar það með heilagri skrift. Margur undrast hans visku og hún mun aldreigi afmást. Honum mun aldrei verða gleymt og nafn hans varir um aldur og ævi. Hvað hann hefur kennt það munu menn framvegis prédika og söfnuðurinn mun hann prísa. Á meðan hann lifir hefur hann meira nafn en þúsund aðrir og eftir hans dauða þá er hans nafn uppi.