XXXVII.

Kviðurinn tekur alls konar fæðu til sín, þó er ein fæða betri en önnur.

Líka sem tungan villubráðsréttinn smakkar so merkir skynugt hjarta fölsk orð.

Einn prettvís mann kann einum í ólukku að koma en sá sem er forsóttur veit sig þar fyrir að vakta.

Mæðurnar hafa alla sonu kæra en þó térast stundum ein dóttir betur en sonur.

Ein fríð kona gleður sinn mann og maðurinn hefur öngvan hlut elskara og sé hún þar með ástúðleg og góð so finnst ekki þess manns líki. [

Hver eina húsfrú hefur hann færir fram sína eigu og hefur trúa hjálp og stoð sem hann má upp á treysta.

Hvar enginn garður er þar brotna niður bæirnir og hvar engin húsfrú er þar vegnar bóndanum rétt sem hann fari villt.

Líka sem menn trúa ekki reyfaranum er læðist frá einum stað til annars, svo trúa menn og ekki þeim manni sem ekki neitt hreiður hefur og fara verður til herbergis hvar sem hann kveldar uppi.

Sérhver vinur segir vel: „Eg er og so vinur“ en nokkrir eru alleina að nafni vinir. [

Þegar vinir verða sín á meðal óvinir so varir það allt til dauðans.

Hvaðan kemur sú vonska að öll veröldin er full af falskleik?

Þegar vininum vel gengur so fagna þeir með honum en þegar honum gengur illa so verða þeir hans óvinir. Þeir harma með honum fyrir búksins skuld en þegar neyðin að fer láta þeir [ skjöldinn hlífa.

Gleym eigi þínum vin þá þú ert glaður og hugsa þú til hans þá þú ert ríkur.

Sérhver ráðgjafi vill ráðleggja en sumir ráðleggja sér til eigin gagns. [ Þar fyrir vara þig við þeim ráðgjöfum, hugsa þú áður hvert það er gott. Má vel ske að hann hugsi sjálfum sér að ráðleggja og vill láta þig á hætta og segir: „Þú ert á þeim rétta vegi“ og hann stendur ekki að síður á móti þér og gaumgæfir hvernin það vill ráðast.

Haf þú engin ráð við þann sem illan grun á þér hefur og tak þá eigi þér til ráðgjafa sem þig öfunda.

Líka sem þá þú ráðgast um við nokkra konu hversu maður skal vera vinsamlegur við henanr óvinkonu, elligar við ragan mann, hvernin berjast skal, eða við einn kaupmann, hvað mikið hann vill reikna þína vöru hjá sinni, eður við einn kaupanda, hversu dýrt þú skulir selja, eður við einn níðing, hvernin maður skal gjöra gott af sér, eður við einn ómiskunnsaman man, hvernin mann skuli náð sýna, eða einn letingja um mikið starf, eður einn leigudreng sá hvergi hefur heimili, hversu trúlega mann skal vinna ásett verk, eður einn latan vinnumann um mikla útvegu.

Leita eigi ráðs við svoddan fólk heldur halt þig jafnan til guðhræddra manna, þeirra sem þú veist að Guðs boðorð halda, þeir sinnaðir eru svo sem þú ert, þeir eð með þér samharma ef að þú rasar, og haf þú þeirra ráð því þú munt ekkert betra ráð finna. Og einn þvílíkur maður kann oftsinnis betur að sjá þvílíkt en sjö njósnarmenn er sitja upp á varðhaldshæð. Þó um allt þetta ákalla Hinn hæsta að hann þínar gjörðir vel greiði og eigi bregðast láti.

Áður en þú byrjar nokkuð so spyrstu fyrir og áður en þú gjörir nokkuð haf þar ráð við. Því að hvar sem menn hafa nýtt fyrir hendi þar hlýtur eitt af fjórum að ske: Að það verði gott eður illt, að líf eður dauði þar af komi, og þessu öllu stýrir tungan ætíð.

Margur er vel skikkaður til öðrum mönnum ráð að leggja og er sér sjálfum til einskis nýtur.

Margur vill klóklega ráðleggja og menn heyra það ekki gjarna og blífur þurfandi því að hann hefur þar ekki náð til af Drotni og engin viska er í honum.

Margur er vís af eiginlegri reynslu, hann gjörir gagn með sínu ráði og áhittir það.

Einn hygginn maður kann að undirvísa sínu fólki og hann gjörir gagn með sínu ráði og áhittir það rétt.

Einn vitur maður verður mjög lofaður og allir þeir sem hann sjá prísa hann.

Hver og einn maður hefur ákveðinn tíma til að lifa en Ísraels tími hefur öngva tölu.

Einn hygginn maður hefur hjá sínu fólki mikið álit og hans nafn varir ævinlega.