XXIIII.
Viskan prísar sig og á meðal fólksins hrósar hún sér. [ Hún prédikar í Guðs söfnuði og lofar sig í sínu ríki og segir so: Eg er Guðs orð og sveima yfir alla jörðina líka sem ský. Mín tjaldbúð er í hæðunum og minn stóll í skýjunum. Eg ein er alls staðar, svo vítt sem himinninn er og so djúpt sem undirdjúpið er, alls staðar í sjónum, alls staðar á jörðunni, á meðal alls fólks, á meðal allra heiðingja. Hjá þessum öllum hefi eg byggðar leitað að eg fyndi mér stað. Þá bauð mér skapari allra hluta og sá mig skapað hefur skikkað mér bústað og sagði: „Meðal Jakobs skaltu búa og Ísrael skal vera þín erfð.
Fyrir veraldar upphaf er eg sköpuð og mun eg eilíflega vera og hef fyrir honum í tjaldbúð þjónað, eftir það í Síon vissan stað fengið og hann hefur sett mig í þann heilaga stað það eg skyldi í Jerúsalem ríkja. [ Eg hefi innrættst hjá einu heiðarlegu fólki það sem Guðs erfðardeild er. Eg er hátt vaxin so sem sedrustré á Libanusfjalli og so sem cypressusviður á fjallinu Hermon. Eg em uppvaxin líka sem pálmviðartré við vatn og so sem þau rosatré er vaxa í Jeríkó, so sem eitt fagurt viðsmjörstré á víðum velli. Eg em uppvaxin sem platanustré. Eg gaf elskulegan ilm af mér so sem cinamomum og kostuleg krydd og sem sú besta mirra, so sem galbanum og onychium og mirra og svo sem reykelsi í musteri.
Eg útbreiddi mína kvisti sem ein eik og mínir kvistir eru fagrir og lystilegir. Eg gaf sætlegan ilm af mér so sem vínviður og mín blómstur báru ærlegan og ríkuglegan ávöxt.
Komið hér til mín, allir þér sem mín girnist, og seðjið yður af mínum ávöxtum. [ Mín prédikun er sætari en hunang og mín gáfa sætari en hunangseimur. Hver af mér etur þann hungrar jafnan eftir mér og hver af mér drekkur þann þyrstir jafnan eftir mér. Hver mér heyrir sá mun ekki verða skammaður og hver sá að mér fylgir mun saklaus blífa.
Allt þetta er sú rétta bók sáttmálans sem er við Hinn allra hæsta gjörður, einkum lögmálið, hvert Moyses bífalað hefur húsi Jakobs til eins fésjóðs. [ Þar út af viskan er útrunnin so sem áin Píson þá hún er mikil og so sem vatn árinnar Tígris þá hún flóir yfir á vordag. Þar út af er skilningurinn flotinn líka sem Euphrates þá hún er mikil og so sem Jórdan á kornskurðartíma. Það er komin hæverskan so sem annað ljós og sem áin Nilus á haustin. Sá hefur aldrei nokkur verið að það hafi útlært og mun aldrei útlært verða sá það kunni út að grunda. Því að hennar skilningur er gnægri en nokkur sjór og hennar orð dúpari en undirdjúpið.
Þar flj´toa margir lækir út af mér í grasgarðana líka sem veitti menn þar inn vatni. Þar vökva eg mína [ grasgarða og döggva mínar engjar. Þar verða mínir bekkir að stórum vötnum og mín vötn verða mikið haf. Því að minn lærdómur lýsir so vítt sem ljós dagur og skín langt, líka og úthellir minn lærdómur spásögum sem eilíflega hljóta að blífa. Þar sjái þér að eg alleina fyrir mig arfiða ei heldur fyrir alla þá sem á vísdóminn girnast.