XX.

Einn maður ávítar oft sinn náunga í ótíma og hann gjörði víslega þó hann þegði.

Það er betra frílega að straffa heldur en leynilegt hatur að hafa og hver það tekur sér til þakka þeim gjörir það gott. [

Hver hann sýnir ofríki í dómi hann er sem einn hofgarðsmeistari. Hann blygðar þá jómfrú sem hann skal geyma.

Einn þegir þar fyrir að hann kann eigi að forsvara sig en annar þegir og bíður síns tíma. Vitur maður þegir so lengi hann sér sér tíma en höstugur narri kann þess eigi að bíða.

Hver margt þvælir hann gjörir sig óþekkan og sá sem mikil völd að sér tekur þeim verða menn gramir.

Mörgum lukkast vel í vondum sökum en það stoðar honum til fordjörfunar.

Oft gefur einn nokkuð þar hann það illa útleggur. Þar í mót gefur annar oftsinnis nokkuð þar hann það harla vel útleggur.

Hver að mjög er skrautsamur hann fordjarfast þar af en hver sig lækkar hann upphefst.

Margur kaupir í fyrstu mikið og margt en þar eftir hlýtur hann þó nógu dýrt að bitala.

Vitur maður gjörir þekka sína gáfu með ljúflegum orðum. En hvað heimskir gefa það gjöra þeir sjálfir óþekkt.

Fávíss manns gjöf mun þig ekki bata mikið því að hann gefur með einu auga en með sjö augum hann skygnir þar eftir hvað hann fær fyrir það. [ Hann gefur lítið og reiknar upp á mikið og gjörir það heyrumkunnigt líka sem sá eð kunngjörir af vínkomu. Í dag lánar hann, á morgun vill hann aftur hafa það. Það eru leiðinlegir menn.

Heimskur maður klagar: „Enginn er mér [ trúr, enginn þakkar mér fyrir mínar velgjörðir og þeir sem neyta míns brauðs segja ekki neitt gott af mér.“ Hó, hvað oft og af hversu mörgum hann verður dáraður! Hann fellur sárlegar fyrir þvílíkar ræður en þó hann félli af hæsta húslofti. Líka so gengur vondum mönnum að þeir hljóta með seinta óforsvarað að falla.

Einn drusslegur, agalaus maður talar óforsjálega og þvættir jafnan það honum í hug kemur.

Þótt fávís maður alla reiðu nokkuð gott tali þá dugir það eigi því að hann talar það eigi í réttan tíma.

Mörgum hamlar sín fátækt að hann gjörir eigi skaða. Þar af hefur hann þá fordild að hann hefur öngva vonda samvisku.

Margur gjörir heldur það besta en hann skyldi missa sinn heiður og gjörir það sakir óguðrækinna manna.

Margur þjónar öðrum til óréttferðugra hlta og létt þar með aflar hann sér til óvinar.

Lygin er einn skammarflekkur á hverjum manni og er almennilegur hjá agalausu almúgafólki. [ Einn þjófur er ekki so vondur sem sá maður er sig venur til lyganna en með seinsta koma þeir báðir í gálgann.

Að ljúga er manninum skammlegt og hann kann aldrei til heiðurs að koma.

Einn hygginn maður færir sig sjálfan til heiðurs fyrir sína viturlegu ræðu og kókur maður er kær og vel virtur hjá höfðingjum.

Hver á sínum akri iðuglega arfiðar sá gjörir sína hrúgu mikla og hver hann heldur sig so hjá höfðingjum að hann er þeim kær og vel virtur. Sá kann við að sjá mörgu illu.

Gáfur og mútur blinda vintra menn og leggja beisl í þeirra munn svo að þeir kunna ekki um að vanda. [

Einn vitur maður sá er sín ekki neyta lætur og jarðfólginn fésjóður, hvar til eru þeir báðir nytsamlegir? Það er betra sér leyni hinn fávísi heldur en sá hinn vitri.