X.
Verkið lofar sinn meistara og hygginn höfðingja hans gjörðir. Það er hættilegt í nokkri valdstjórn að vera fjölmáligur og [ óbljúgur skvaldursmaður verður til skammar.
Hygginn dómari er harður og hvar að er skynsöm valdstjórn þar gengur allt skikkanlega til. Líka sem stjórnarinn er so eru og hans embættismenn. So sem ráðið er so eru borgararnir. Illur kóngur fordjarfar land og lýði en þegar valdsmennirnir eru forsjálir so þrífst vel borgin.
Stjórnan lýðs og landa stendur í Guð hendi. Hann gefur þeim stundum dugandi stjórnara. Það stendur í Guðs valdi að stjórnaranum vel vegni. Honum gefur hann lofsamlegan [ canzeler.
Hefndu ekki smásmugulega allra misgjörða og svala ekki sinni þínu þá þú skalt refsing á leggja. Drambsömum mönnum er bæði Guð og veröldin óvinur því þeir gjöra báðum rangt. [
Fyrir sakir ofríkis, ranglætis og ágirndar kemur eitt kóngsríki frá einu fólki til annars. [
Hvar fyrir upphefur sig sú arma jörð og aska? Þó er hún ekki utan óþekktarleir á meðan hún lifir. Og þótt allareiðu læknarinn þar upp á lappi þá gengur það svo til með síðsta. Kóngur í dag, dauður á morgun. Og þá maðurinn er dauður þá eta maðkar og ormar hann.
Þaðan af kemur allt dramblæti, þegar að maðurinn [ fellur í frá Guði og hans hjarta hverfur frá sínum skapara. [ Drambsemi dregur til allra synda og sá sem þar í er fastur hann reisir upp marga svívirðing.
Þar fyrir hefur Drottinn alltíð drambseminni niðrað og endilega kollvarpað. Guð hefur dramblátum höfðingjum úr sæti hrundið og lítilláta þar upp á sett. [ Guð hefur rætur stoltra heiðingja upprætt og lítilláta í þeirra stað plantað. Guð hann hefur heiðinna manna löndum umsnúið og allt til grunna fordjarfað. Hann hefur látið þau uppvisna og foreyðast og afmáð þeirra nafn af jörðunni.
Það er mönnum ekki af Guði skapað að þeir eru drambsamir og grimmir. [ Ekki er maðurinn illur skapaður heldur sá sem óttast Drottin hann mun með heiðri standa. En hver sem brýtur Guðs boðorð hann verður til skammar.
Og þeir inu sömu sem guðhræddir eru hafa sína valdstjórn í heiðri. Þar fyrir geymir hann þeirra.
Bæði hinn ríki og hinn fátæki, mikli og hinn vesali, skulu af öngu öðru hrósa en því að þeir óttist Guð.
Það dugir til einskis að menn fyrirlíti fátækan mann skynsaman en heiðri auðugan mann óguðrækan.
Höfðingjar, herrar og valdsmenn eru í miklum heiðri en þó eru þeir ekki svo miklir sem sá er óttast Guð.
Einum vitrum þénara hlýtur herrann að þjóna og einn skynsamur herra möglar þar ekki um.
Ertu valdsmaður þá fylg ekki þínu eigin sinni og stær þig ekki þá menn þurfa þín.
Betra er að maður taki sinn verknað til vara þann hann hjálpast við en vilja allt kunna og verða þurfamaður þar með.
Sonur minn, hafðu gott sinni í öllum mótgangi og forlát þig upp á þitt embætti. Því að hver sem vill þeim hjálpa sem á sínu embætti örvæntir? Og hver mun hann í heiðri hafa sem sjálfur lastar sitt embætti?
Hinn fátæki verður lofaður fyrir sína visku skuld og hinn ríki fyrir sinnar auðlegðar skuld. Og ef viskan er lofsamleg á fátækum, hvað miklu meir á ríkum? Og hvað illa stendur ríkum það tendur miklu meir illa fátækum.
Viska lítilmennis kemur honum til heiðurs og setur hann hjá höfðingjum niður.
Öngvum skaltu hrósa sakir sinnar mikillar ásýndar né lasta nokkurn sakir sinnar lítillar ásýndar. [ Því að ein býfluga er einn lítill fugl og gefur þó hinn sætast ávöxt.
Stær þig ekki af þínum klæðum og vert ekki stoltur í þínum [ heiðri því að Drottinn er dásamlegur í sínum verkum og enginn veit hvað hann vill gjöra. Margir ofríkismenn hafa orðið að sitja á jörðu niðri og upp á þann kóróna sett sem menn hafa ekki ætlað. Margir stórherrar eru að öngvu orðnir og megtugir kóngar hafa komið í annarra manna hendur.
Fyrirdæm þú öngvan áður en þér sé sökin kunnig. Skil þú hana áður og straffa þann síðan.
Þú skalt ekki leggja úrskurð á fyrr en þú heyrir sökina og láttu menn áður út tala.
Vef þig ekki í sökum annarra manna og sittu ekki hjá röngum dómi.