Formáli Jesú Sírak yfir sína bók

Margir og miklir menn hafa oss vísdóm út af lögmálinu, spámönnunum og öðrum sem þeim sjálfum eftir fylgt hafa kunnan gjört. Þar af mega menn Ísraelslýð maklega lofa sakir þeirra visku og lærdóms. Þar fyrir skulu þeir allir sem hana hafa og lesa ekki alleina þar út af vísir verða heldur og einnin öðrum þéna með lærdómi og skrifi.

Minn afi, Jesús, eftir því að hann sig sérlega iðkaði til að lesa lögmálsins, spámannanna og aðrar fleiri bækur þær sem oss af vorum feðrum eftirlátnar voru og sem hann hafði sig þar vel inni iðkað, lagði hann fyrir sig nokkuð að skrifa af vísdómi og góðum siðum so að þeir hinir sömu sem gjarna vildu læra og hyggnir verða yrði þess skynsamari og skikkanlegri til gott líferni fram að færa.

Þar fyrir bið eg að þér viljið þetta vinsamlega meðtaka og með gáti lesa og so halda oss til góða þótt vér kunnum ekki so vel að tala sem hinir víðfrægu orðsnillingar. Því að það sem í ebresku máli er skrifað það hlýðir ekki svo vel þegar menn snúa því í annað mál, ekki alleinasta þessi mín bók heldur og fleiri lögmálsins og spámannanna og aðrar bækur hljóða langtum öðruvís en þær verða í þeirra máli talaðar.

Nú sem eg kom í Egyptaland á átta og þrítuganda ári, á dögum kóngsins Ptolomei Euergetis, og alla mína lífdaga þar inni var, fékk eg tíma til marga góða hluti þar að lesa og skrifa. [ Þar fyrir sýndist mér bæði að vera gott og nytsamlegt að eg minni gætni og mæðu þar til vendaði og þessa bók útlegða. Og af því eg hafði tíma til arfiðaði eg og sneri minni ástundan til að eg þessa bók útgjörða og í ljós leidda so að þeir framandi menn sem læra vilja venji sig til góðra siða svo þeir eftir lögmáli Drottins lifa megi.

Jesú Síraks bók

I.

Allur vísdómur er af Guði Drottni og er með honum eilíflega. [

Hver hefur fyrir hugsað hversu margt sandkorn er í sjónum, hversu margir dropar í regninu eru og hversu margir dagar veraldarinnar verða skyldu? Hver hefur áður mælt hversu hár að himinninn er og hversu víð að jörðin sé og hversu djúpur að sjórinn er? Hver hefur Guði nokkurn tíma kennt hvað hann skyldi gjöra? Því að hans viska er yfir alla hluti fram.

Orð hins hæðsta Guðs eru brunnur viskunnar og það eilífa boðorð er hennar uppspretta. [ Hver kynni elligar að vita hvernin mann skyldi vísdóm og klókleik öðlast? Einn er allra hæðstur, skapari allra hluta, almáttigur, voldugur kóngur og ógnarlegur, sá upp á sínum stóli situr, drottnandi Guð. Hann hefur hana fyrir sinn heilagan anda kunngjört. Hann hefur alla hluti fyrirhugað, vitað og metið og hefur viskunni úthellt yfir öll sín verk og yfir allt hold eftir sinni náð og gefur hana þeim sem elska hann. [

Ótti Drottins er dýrð og hrósan, fögnuður og fegurðarkóróna. Ótti Drottins er gjörir hjartað glatt og gefur fögnuð og eilífa unaðsemd. Hver hann óttast Drottin þeim mun vel ganga í sinni síðustu neyð og hann verður endilega blessan haldandi. Guð að elska, það er sú in allra fegursta viska og hver sem hana sér, sá elskar hana það hann sér hversu miklar dásemdir hún gjörir.

Ótti Drottins er upphaf viskunnar og er hún í grunni hjartans einkanlega hjá trúuðum og hún byggir alleina hjá útvöldum kvinnum og alleina finna menn hana hjá réttlátum og trúuðum. [

Ótti Drottins er sú rétta guðsþjónusta. Hann geymir og gjörir hjartað gott og gefur fögnuð og unaðsemd.

Hver sem Drottinn óttast þeim mun vel vegna og þegar hann þarf huggunar við mun hann blessaður verða.

Guð að óttast er sú viska sem að auðgar og allt gott með sér færir. Hún uppfyllir húsið með sínum gáfum og öll herbergi með sínum thesaur.

Ótti Drottins er kóróna viskunnar, gefandi nóglegan frið og heilsu.

Þessi vísdómur gjörir rétthyggna menn og sá eð fast á honum heldur þeim hjálpar hann út með dýrð.

Drottin að óttast er rót viskunnar og hennar greinir blómgast eilíflega.

Ótti Drottins ver syndinni. Því að hver hann er fyrir utan ótta, sá er ekki Guði þekkur og hans ofmetnaður mun honum umsteypa. En lítillátur bíður þess tíma sem hann mun hugga því að þó hans sök um stundarsakir verði undirþrykkt munu þó frómir menn hrósa hans speki.

Guðs orð er óguðrækum manni andstyggilegt það það er spekinnar fésjóður sem fyrir honum er leyndur.

Son minn, viltu hygginn verða so lær þú boðorðin, þá mun Guð þér vísdóm gefa. Því að ótti Drottins er sú rétta speki og hæverska og trú og þolinmæði þóknast Guði vel.

Sjá þú til að þinn Guðs ótti sé engin hræsni og þjóna honum ekki með fölsku hjarta. Leita einskis lofs hjá mönnum fyrir hræsni og sjá til hvað þú talar, trúir eður aðhefst. Hreyk þér ekki sjálfum upp so að þú fallir ekki og skammaður verðir og Drottinn opinberi þín svik og steypi þér berlega fyrir mönnum þar fyrir að þú í sönnum Guðs ótta ekki þjónað hefur og þitt hjarta falskt verið hefur. [