XXIIII.
Og Drottins reiði gramdist enn Ísrael og hann örvaði Davíð upp á meðal þeirra so hann sagði (til Jóab): [ „Far þú og tel Ísrael og Júda.“
Og kóngurinn sagði til Jóab, síns stríðshöfuðsmanns: „Gakk um allar kynkvíslir Israelis frá Dan til Berseba og tel fólkið so eg megi vita hversu margt það er.“ Þá sagði Jóab til kóngsins: „Drottinn Guð því auki við þetta fólk so sem það er nú og hundraðfaldi þessa tölu í augliti míns herra kóngs. En hvað vill minn herra kóngurinn með slíku?“ En það gekk fram sem kóngur vildi í móti Jóab og hershöfðingjunum.
So fór Jóab og hershöfðingjarnir út frá kónginum að telja Israelisfólk. Og þeir gengu yfir Jórdan og settu sínar tjaldbúðir í Aróer hægramegin hjá staðnum hjá Gaðslæk og til Jaeser og komu til Gilíað og ofan (fóru þeir) í landið hjá Hadsí og komu til Danjaan og um kring Sídon og komu til þess staðar Tiro og til allra borga Heviter og Cananiter og komu suður út mót Júda til Berseba og fóru kringum allt landið og komu til Jerúsalem að liðnum níu mánuðum og tuttugu dögum. [ Og Jóab fékk kónginum tölu alls fólksins það sem talið var og þar voru í Ísrael átta sinnum hundrað þúsundir vopnfærra manna og af Júda fimm sinnum hundrað þúsund manna.
Og Davíð sló hans eigið hjarta þá fólkið var talið. Og Davíð sagði til Drottins: „Þunglega hefi eg syndgast að eg hefi þvílíkt gjört. Og nú, Drottinn, tak burt ranglæti þíns þénara því eg gjörða mjög óviturlega.“
Og sem Davíð stóð upp um morguninn þá kom orð Drottins til Gað spámanns hver eð var sjáandi Davíðs og sagði: [ „Far og seg so til Davíðs: Svo segir Drottinn: Eg set fyrir þig þrjá kosti, kjós þú einn af þeim hvern þú vilt að eg gjöri þér.“
Gað kom til Davíðs og undirvísaði honum og sagði til hans: „Vilt þú að þar komi hallæri í landið sjö ár í samt eða að þú verðir sjálfur farflótta fyrir þínum óvinum þrjá mánuði so að þeir sæki eftir þér eða að þar komi þriggja daga drepsótt í landið? Hugsa þú nú og sjá til hvað eg megi segja þeim aftur sem mig sendi.“ Davíð sagði til Gað: „Mjög þrengjunst eg. En betra er oss að falla í hendur Drottins (því hans miskunnsemd er stór) heldur en í mannanna hendur.“
Svo sendi Drottinn drepsótt í Ísrael frá morni og inn til ásetts tíma svo að þar dóu af fólkinu frá Dan og til Betseba sjötígi þúsundir manna. Og sem Guðs engill útrétti sína hönd yfir Jerúsalem að fordjarfa hana þá angraði Drottinn þá hörmung og sagði til engilsins þess sem fólkið sló: [ „Það nægist, halt nú þinni hendi.“ En Drottins engill var þá hjá lavagarði [ Arassna Jebusiter. En sem Davíð sá engilinn þann sem sló fólkið þá sagði hann til Drottins: „Sjá, eg hefi syndgast, eg hefi misgjört. Hvað hafa þessir sauðir gjört? Snúist þín hönd á móti mér og míns föðurs húsi.“
Og á þeirri sömu stundu kom Gað til Davíðs og sagði til hans: „Far upp og gjör Drottni altari í lavagarði Arassna Jebusiter.“ Davíð gekk þegar upp svo sem Gað hafði sagt og Drottinn hafði boðið. Og sem Arassna leit við sá hann að kóngur kemur til hans með sínum þénurum og hann féll til jarðar fram á sitt andlit og sagði: „Því kemur minn herra kóngurinn til síns þénara?“ Davíð svaraði: „Til þess að kaupa þinn lavagarð af þér og gjöra Drottni þar eitt altari so að þessi plága mætti hverfa af fólkinu.“
Arassna sagði til Davíðs: „Minn herra kóngur taki og fórnfæri so sem hann vill. Sjá, þar er uxinn til brennifórnar og sleðinn og okin uxans til eldiviðar.“ Og Arassna kóngur gaf kónginum allt. Og Arassna sagði til kóngsins: „Drottinn, þinn Guð, meðtaki þitt heiti.“ En kóngurinn sagði til Arassna: „Ekki skal so vera heldur vil eg kaupa það af þér fyrir sitt verð því að eg vil eigi færa Drottni mínum Guði brennifórnir af því sem eg þigg kauplaust.“ Síðan keypti Davíð lavagarðinn og uxann fyrir fimmtígi [ skildinga silfurs. Og hann reisti Drottni þar eitt altari og færði brennifórnir og þakklætisfórnir. Og Drottinn varð líknsamur landinu og plágunni linnti af Israelisfólki.
Endir þeirrar annarrar bókar Samuelis