XXI.

Þar var mikið hallæri á dögum Davíðs í þrjú samfelld ár. [ Og Davíð gekk til frétta fyrir auglit Drottins. Og Drottinn sagði: „Fyrir sakir Saul og fyrir sakir þess blóðshúss að hann í hel sló þá Gibeonitas.“

Þá lét kóngurinn kalla til sín Gibeonitas og sagði til þeirra (En þeir Gibeoniter voru ekki af Israelissonum heldur voru þeir eftirleifar af Ammoreum þjóða. [ En Ísraelssynir höfðu svarið þeim en Saul lét slá þá í hel með sínu vandlæti vegna Ísraels og Júdasona); Davíð segir nú til þeirra Gíbeoníta: „Hvað skal eg gjöra yður og hvar með skal eg það forlíka að þér viljið velsigna Drottins arfleifð?“

Gibeoniter sögðu til hans: „Ekki girnunst vér gull eða silfur í gegn Saul og hans húsi og ekki heldur viljum vér að nokkur maður sé drepinn af Ísrael.“ Hann sagði: „Hvað vilji þér þá að eg skuli gjöra yður?“ Þeir svöruðu kónginum: „Sá maður sem oss fordjarfaði og að öngu gjörði þann viljum vér afmá að ei sé einn eftir af hans ætt í öllum landsálfum ísrael. Gefið oss fram sjö menn af hans húsi svo vér megum uppfesta þá fyrir Drottni í Gíbea Sauls, Drottins útvalda forðum.“ Kóngurinn sagði: „Eg vil gefa yður þá.“

En kóngurinn þyrmdi Mefíbóset, syni Jonataham, sonar Saul, sökum þess svardaga Drottins sem var í millum þeirra Davíð og Jónatan sonar Saul. [ En þá tvo sonu sem Rispa dóttir Aja hafði fætt Saul, Armóní og Mefíbóset, þar til fimm sonu Míkól, dóttur Saul, sem hún hafði fætt Adríel, syni Barsillaí af Mahalót, þessa tók kóngurinn og gaf í þeirra Gibeonitis hendur. Og þeir hengdu þá upp á fjallinu fyrir Drottni. Svo létu þessir sjö líf sitt í einu og dóu í öndverðum kornskurðartíma þá menn tóku til að skera upp bygg.

Þá tók Rispa dóttir Aja eitt hárklæði og breiddi yfir bjargið frá öndverðum kornskurði þar til að vatn draup af himni yfir þá og eigi lét hún fugla loftsins setjast á þá um daga og eigi heldur skógardýrin um nætur.

Og Davíð fékk að vita hvað Rispa dóttir Aja, frilla Saul, hafði gjört. Og Davíð fór og tók bein Saul og bein Jónatan af borginni Jabes í Gíleað (sem þeir höfðu tekið af Betanstræti þar sem Filistearnir festu þá upp á þeim tíma sem Philistei slógu Saul í hel á fjallinu Gilbóa) og hann flutti þá þaðan og safnaði þeim öllum saman, beinum Sauls og Jónatas og þeirra sem hengdir voru og þeir jörðuðu þá með beinum Saul og hans sonar Jonathas í Benjamínslandi til Sela í Kís, hans föðurs gröf. [ Og þeir gjörðu allt sem kóngurinn bauð. Og so líknaði Guð landinu.

Philistei efla enn ófrið í móti Ísrael. [ Og Davíð fór ofan og hans þénarar með honum og börðust við Philisteos. Og Davíð varð móður. Og Jesbi af Nob (hver að var einn af Rafasonum hvers spjót að vó þrjú hundruð aura kopars og hans vopn voru öll ný), hann ætlaði að drepa Davíð. En Abísaí son Serúja hjálpaði honum og drap þann Philisteum. [ Þá sóru Davíðs menn og sögðu: „Eigi skalt þú héðan í frá ganga með oss í bardaga að ei beri svo illa til að útslokkni ljós í Ísrael.“

Eftir þetta hófst enn bardagi í Nób með Philisteis. [ Þar sló Sibekaí af Húsat Saf hver og eð einn var af sonum Rafa.

Hinn þriðja bardaga áttu þeir í Gób við Philisteos í hverjum Elhanan son Jaere Orgím af Betlehem sló Golíat Gethither sem hafði eitt höggspjót hvers skaft eð var sem vefjarrifur. [

Fjórða bardaga áttu þeir í Gat. Þar var einn hár maður sem hafði sex fingur á sínum höndum og sex tær á hvorum sínum fæti, þeir eru fjórir og tuttugu. [ Hann var og fæddur af ætt Rafa. Og þá hann talaði hæðilega við Ísrael þá sló Jónatan hann, son Símea, bróðurson Davíðs. Þessir allir fjórir voru komnir af Rafa í Gat og féllu fyrir Davíð og hans þénara höndum.