XXXVI.
Og landsfólkið tók Jóakas son Jósía til kóngs í síns föðurs stað í Jerúsalem. Jóakas hafði þrjú ár og tuttugu þá hann varð kóngur og hann ríkti þrjá mánuði í Jerúsalem. [ Því að kóngurinn af Egyptalandi afsetti hann í Jerúsalem og lagði á landið skatt, hundrað centener silfurs og eitt centener gulls. Og Egyptalandskóngur setti Eljakím hans bróðir til kóngs yfir Júda og Jerúsalem og sneri hans nafni og lét kalla hann Jójakím. [
Jójakím hafði fimm ár og tuttugu þá hann varð kóngur og hann ríkti ellefu ár í Jerúsalem og gjörði það sem Drottni hans Guði illa líkaði. [ En Nabúgodonosor kóngurinn af Babýlon fór út í mót honum og batt hann viðjum og flutti hann til Babýlon. [ Og Nabúgodonosor tók úr húsi Drottins nokkur ker og flutti til Babýlon og lagði þau í sitt musteri í Babýlon. Hvað meira er að segja um Jójakím og hans svívirðingar sem hann gjörði og með honum voru fundnar, sjá, það er skrifað í Ísraels- og Júdakónga bók. Og hans Jójakín varð kóngur í hans stað.
Jójakín var átta ára þá hann varð kóngur og hann ríkti þrjá mánuði og tíu daga í Jerúsalem og gjörði það sem illt var í augliti Drottins. [ En að ári liðnu þá sendi Nabogodonosor eftir honum og lét hafa hann til Babýlon og með honum þau kostulegustu ker, föt og bikara af húsi Drottins. [ Og hann setti Sedekíam hans bróður til kóngs yfir Júda og Jerúsalem.
Sedekías hafði eitt ár og tuttugu þá hann varð kóngur og hann ríkti ellefu ár í Jerúsalem. [ Hann framdi það sem Drottni hans Guði illa líkaði og vildi ekki auðmýkja sig fyrir Jeremía spámanni hver eð talaði fyrir honum af Drottins munni. Þar með féll hann og frá Nabogodonosor kóngi í Babýlon hver eð lét hann sverja sér eið við Guð. Og hann þverskallaðist og forherti sitt hjarta að hann vildi ei snúa sér til Drottins Guðs Ísraels.
Og allir þeir yppustu á meðal kennimannanna og almúginn syndgaðist stórlega eftir allsháttuðum svívirðingum heiðingjanna og saurguðu hús Drottins hvert hann hafði helgað í Jerúsalem. Og Drottinn þeirra feðra Guð sendi til þeirra í [ tíma fyrir sína sendiboða því hann hlífði sínu fólki og sínu heimili. En þeir spottuðu Guðs sendimenn og forsmáðu hans orð og hæddu hans spámenn þar til að Guðs reiði kom yfir hans fólk so þar var engin lækning. Því að hann færði kónginn af Kaldealandi yfir þá, hann lét slá í hel með sverði þeirra æskumenn í húsi þeirra helgidóms, hann gaf ekki grið, hverki æskumönnum né jómfrúm, eigi gömlum né örvasa mönnum, því hann gaf þá alla í hans hendur. [
Svo og öll ker af Guðs húsi, bæði smá og stór, svo og líka fjársjóðuna í húsi Drottins og so fjársjóðu kóngsins og hans höfðingja, það allt saman lét hann flytja til Babýlon. [ Og þeir uppbrenndu Guðs hús og niðurrifu alla múrveggi kringum Jerúsalem, alla þeirra sali brenndu þeir upp með eldi og alla þeirra inu kostulegustu eign fordjörfuðu þeir. En þeir sem sverðið gátu forðast og eftir urðu þá fluttu þeir til Babýlon og þeir urðu hans og hans sona þénarar þar til að kóngur af Persia tók ríki, svo að Drottins orð skyldi fullkomnast fyrir munn Jeremía, þar til að landið hafði haldið sína hvíldardaga. [ Því að allur sá tími sem þessi foreyðsla stóð yfir þá var [ sabbatum allt til þess að sjötígi ár voru úti.
En á því fyrsta ári Cyri kóngs af Persialandi so að Drottins orð skyldi fullkomnast sem hann hafði talað fyrir munn Jeremie þá uppvakti Drottinn anda Cyri kóngsins af Persialandi að hann lét úthrópa um allt sitt kóngsríki og so með bréfum og sagði: [ „Svo segir Cyrus kóngur af Persialandi: Drottinn Guð af himnum hefur gefið mér öll kóngaríki í löndunum og hann hefur boðið mér að byggja sér eitt hús í Jerúsalem í Júda. Hver sem nú er á meðal yðar af öllu hans fólki með honum, sé Drottinn hans Guð og fari hann upp.“
Endir á þeirri Annarri Kroníkubókinni