XXVII.

Jótam var fimm og tuttugu ára þá hann varð kóngur og hann ríkti sextán ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Jerúsa dóttir Sadók. Hann gjörði það sem Drottni vel líkaði svo sem hans faðir Úsía hafði gjört, utan það að hann gekk ekki í Guðs musteri. Og fólkið mannspilltist enn. Hann uppbyggði portdyrnar á húsi Drottins og hann reisti mikla bygging yfir múrnum Ófel. Og hann uppbyggði staðina á Júdafjalli, hann byggði og slot og turna í skógunum.

Og hann barðist við kóng Ammónsona og vann sigur á þeim svo að Ammónsynir gáfu honum það sama ár hundrað centener silfurs, tíu þúsund coros hveitis og tíu þúsund coros byggs. Á því öðru ári skenktu Ammónsynir honum slíkt hið sama og svo líka á því þriðja ári. Svo varð Jótam mjög megtugur því hann greiddi götu sína réttilega fyrir Drottni sínum Guði.

En hvað meira er að segja um Jótam, af hans bardögum og hans vegum, sjá, það er skrifað í Israelis- og Júdakónga bók. Hann var fimm ára og tuttugu þá hann varð kóngur og ríkti sextán ár í Jerúsalem. Og Jótam sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í Davíðsstað. En Akas hans son varð kóngur eftir hann.