XXIII.

En á því sjöunda ári tók Jójada eitt öruggt sinni fyrir sig og kallaði til sín hundraðshöfðingjana, sem var Asarja son Jeróham, Ísmael son Jóhanan, Asarja son Óbeð, Maeseja son Adaja og Elísafat son Sikrí, og gjörði eitt sáttmál við þá. [ Og þeir reistu um kring í Júda og söfnuðu öllum Levítunum til samans af öllum borgum Júda og þeim yppurstu feðrum í Ísrael að þeir skyldu koma til Jerúsalem. Og allur almúginn gjörði eitt sáttmál við kónginn í Guðs húsi. Og Jójada sagði til þeirra: [ „Sjáið, kóngsins son skal vera kóngur so sem Drottinn hefur talað um sonu Davíð. Þar fyrir skulu þér svo gjöra.

Sá hinn þriðji partur af yður sem kemur til þvottdagshelgarinnar skal vera á meðal prestanna og Levítanna sem eru varðhaldsmenn portanna. Annar þriðjungur skal vera í kóngsins húsi og sú hin þriðja sveit skal vera við það port sem kallast Grundvallarport. En allt fólkið skal vera í garðinum fyrir Drottins húsi. Og enginn skal ganga inn í hús Drottins utan þeir prestar og Levítar sem þar þjóna, þeir skulu inn ganga því að þeir eru helgaðir, en allt fólkið annað skal gæta að Drottins varðhaldi. Og Levítarnir skulu skipa sér í kringum kónginn, allir alvopnaðir. Og hver sem gengur inn í húsið sá skal deyja. Og þeir skulu vera hjá kónginum þá hann gengur út og inn.“

Og Levítarnir og allur Júda gjörði allt svo sem Jójada prestur bauð þeim og hver tók sitt fólk sem gekk til þvottdagshelgarinnar með þeim sem frá gengu um þvottdaginn. [ Því Jójada kennimaður lét ekki þær tvær sveitir skiljast að. Og Jójada kennimaður fékk þeim yppustu hundraðshöfðingjum spjót og skildi og kóng Davíðs vopn sem að voru í Guðs húsi. Og hann skipaði fólkinu hvern með sínu vopni í sinni hendi að þeir skyldu halda stöðu frá því hægra horni musterisins og til hins vinstra fyrir altarinu og musterinu, allt í kringum kónginn.

Og þeir framleiddu son kóngsins og settu kórónuna á hann og [ vitnisburðinn og settu hann til kóngs. [ Og Jójada með sínum sonum smurði hann og þeir sögðu: „Kónginn ske lukka!“

Sem Atalía heyrði háreysti fólksins þess sem skundaði til að lofa kónginn þá gekk hún til fólksins í Drottins hús. Og sem hún skyggndist um, sjá, þá stóð kóngurinn í sínum stað í innganginum og þeir yppustu og fólkið stóð í kringum kónginn og allur landsins almúgi var glaður og blésu í sínar básúnur og sungu lofgjörð með allra handa strengjaleik þá reif hún í sundur sín klæði og sagði: „Samtök, samtök!“ En Jójada prestur gekk út með þeim æðstu hundraðshöfðingjum sem voru yfir hernum og sagði til þeirra: „Leiðið hana af musterinu út yfir garðinn og hver sem henni fylgir eftir sá skal deyðast með sverði.“ Því presturinn bauð að hún skyldi ekki líflátast í húsi Drottins. En sem þeir lögðu hendur á hana og komu fyrir hesta portsins inngang hjá kóngsins húsi þar aflífuðu þeir hana. [

Og Jójada gjörði einn sáttmála milli sín og almúgans og kóngsins að þeir skyldu vera Drottins fólk. [ Eftir það gekk allt fólkið inn í hús Baal og brutu það niður. Þeir brutu og í sundur hans altari og bílæti og drápu Matan Baalsprest fyrir altarinu. Og Jójada tilsetti embættismenn í húsi Drottins á meðal prestanna og Levítanna svo sem Davíð hafði áður skikkað í Guðs húsi að færa Drottni brennifórnir, eins og skrifað stendur í Móseslögum, með fagnaði og lofsöngum sem Davíð hafði diktað. [ Hann setti og dyraverði fyrir portið á Drottins húsi so að enginn skyldi innkoma þar sem óhreinn væri að nokkru.

Eftir það tók hann þá yppustu hundraðshöfðingja og þá hinu mestu höfðingja og allan landslýðinn og leiddu kónginn ofan frá Drottins húsi og færðu hann inn um það háva port sem liggur til kóngsgarðsins, settu hann í kóngs hásæti og allur landsins almúgi var glaður og borgin stilltist. En Atalía varð drepin með sverði.