III.

Þessi er sá annar pistill sem eg skrifa yður, hinir kærustu, í hverjum eg upphvet og áminni yðvart skært hugskot so að þér hugleiðið þau orð sem yður áður fyrirfram eru sögð af heilögum spámönnum og af vorum boðskap, vér sem erum postular Drottins og lausnarans.

Og í fyrstu þá vitið það á síðustu dögum munu koma spottarar hverjir eftir þeirra eiginlegum girndum munu ganga og segja: [ „Hvar er fyrirheit hans tilkomu? Því þaðan í frá feðurnir sofnuðu blífa allir hlutir so sem af upphafi sköpunarinnar verið er.“ Því viljandi látast þeir eigi vita það að himnarnir einnin voru forðum tíð, þar með að jörðin af vatninu og í vatninu stóðst fyrir Guðs orð. [ Þó varð sem áður veröldin í þann tíð fyrir hans orð spöruð so það þau eldinum varðveitt verði á dag dómsins og fyrirdæmingar óguðlegra manna. [

En eitt sé óhulið fyrir yður, hinir kærustu, það einn dagur fyrir Drottni er sem þúsund ára og þúsund ár so sem einn dagur. [ Drottinn seinkar eigi því hann fyrirhét so sem það sumir halda heldur hefur hann þolinmæði við oss og vill eigi það nokkur fortapist heldur það hver maður snúi sér til yfirbótar. En dagur Drottins mun koma sem þjófur um nótt, á hverjum himnarnir munu forganga meður stórbrestum en höfuðskepnunar af hita bráðna og jörðin og þau verk sem þar eru inni munu upp brenna. [

Með því að allt þetta skal nú forganga hvílíkum byrjar yður þá að vera, með heilögu athæfi og mildiverkum? So að þér eftir bíðið og skundið að þeirri tilkomu þess Drottins dagsins á hverjum himinninn af eldi forgengur og höfuðskepnunar af hita bráðna. En vér væntum nýts himins og nýrrar jarðar eftir hans fyrirheiti, í hverjum að réttlætið byggir. [

Fyrir því, mínir kærustu, með því þér skuluð þessa vænta þá kostgæfið það þér fyrir honum óflekkaðir og óstraffanlegir í friðinum fundnir verðið. Og þolinmæði vors Drottins haldið fyrir yðra sáluhjálp sem yður einnin vor elskulegur bróðir Páll, eftir þeirri speki eð honum er gefin, skrifað hefur, so sem að hann í öllum bréfum þar um ræðir, í hverjum að eru sumir hlutir þungir að skilja, hverju hinir ófróðu og skaðlausu rangsnúa so sem einnin öðrum Ritningum til þeirra eiginlegrar fyrirdæmingar.

En þér, mínir elskulegir, á meðan þér fyrirfram vitið þá vaktið yður það þér ekki fyrir villu óguðlegra manna fráleiddir verðið og af fallið í frá yðrum eiginlegum staðleik. En vaxið í náðinni og viðurkenningu vors Drottins og lausnarans Jesú Christi. Þeim sama sé dýrð, nú og að eilífu. A m e n.