VI.
En vér áminnum yður sem meðhjálpara það þér meðtakið ekki Guðs náð til ónýtis. Því hann segir: „Í þægan tíma heyrða eg þig og á degi hjálpræðisins hjálpaði eg þér.“ [ Sjáið, nú er sá þægilegi tími, nú er dagur hjálpræðisins. Látum oss því gefa öngvum hindran upp á það vort embætti verði ekki lastað heldur augsýnum oss sjálfa í öllum hlutum so sem Guðs þénara:
Í mikilli þolinmæði, í harmkvælum, í háskasemdum, í þyngslum, í húðstrokum, í fjötrum, í upphlaupum, í erfiði, í vöku, í föstu, í hreinlífi, í viðurkenningu, í biðlundargeði, í hógværi, í helgum anda, í falslausum kærleika, í sannleiksins orði, í Guðs krafti, fyrir herklæði réttlætisins til hægri og vinstri handar, fyrir vegsemd og vansemd, fyrir vanrykti og gott rykti, so sem falsarar og þó sannarlegir, so sem ókunnigir og þó kunnugir, líka so sem þeir eð deyja og sjáið, það vér lifum, so sem hegndir og eigi líflátnir, so sem syrgendur, þó jafnan glaðir, so sem volaðir en þó þeir eð marga auðga, líka sem þeir eð ekkert hafa og þó eignast alla hluti.
Ó þér í Corinthio, vor munnur hefur sig opnaði til yðar, vort hjarta er glatt. Vorra vegna þurfi þér ekki tvistir vera. En það þér eruð tvistir það gjöri eg af hjartans meiningu. Eg tala við yður so sem við börn mín að þér hegðið yður og einnin viður mig og séuð líka glaðir.
Togið ekki okið meður vantrúuðum. Því að hverja hluttöku hefur réttlætið með ranglætinu? Eða hvert samlag hefur ljósið við myrkurin? Eða hverja samtengd hefur Kristur við Belíal? Eða hvört hlutskipti hefur trúaður með vantrúuðum? Hverja samlíking hefur Guðs musteri við skúrgoðahús? En þér eruð musteri Guðs lifanda eftir því sem Guð segir: „Eg mun byggja í þeim og ganga þeirra á meðal. [ Eg mun og vera þeirra Guð og þeir skulu minn lýður vera.“ Þar fyrir „gangið út frá þeim og fráskiljið yður, segir Drottinn, og snertið ekki það óklárt er. [ Þá mun eg meðtaka yður og vera yðar faðir og þér skuluð vera mínir synir og dætur“ segir Drottinn almáttigur.