XIII.

Komi eg í þriðja sinn til yðar so skal í tveggja eður þriggja votta munni standa öll málaferli. [ Eg sagða yður það áður fyrri og eg segi yður það fyrirfram so sem nálægur í annað sinn og skrifa yður það nú til fjarlægur sem áður til forna höfðu syndgast og öllum hinum öðrum: Ef eg kem aftur í annað sinn vil eg eigi spara. Af því þér leitið eftir það þér einhvern tíma verðið varir þess sem í mér talar, einkanlega Krists, sem ekki er breyskur yðar á milli heldur máttugur er meðal yðar. Og þótt hann sé krossfestur í breyskleika þá lifir hann þó í Guðs krafti. Og þó að vér séum einnin breyskvir í honum þá [ lifum vér þó með honum í Guðs krafti meðal yðar.

Reynið yður sjálfir hvort þér eruð í trúnni. Reynið yður sjálfir. Eða þekki þér ekki sjálfir yður það Jesús Kristur er í yður nema það sé að þér séuð ónytsamlegir? En eg vona að þér þekkið það vér erum eigi ónytsamlegir. En eg bið þess Guð að þér hafið ekkert vont að. Eigi upp á það að vér sýnunst nytsamlegir heldur upp á það þér gjörið hið góða og vér séum so sem þeir hinir ónytsamlegu. Því að vér megum ei nokkuð í gegn sannleikanum heldur fyrir sannleikinn. En vér gleðjum oss þá vér erum breyskvir en þér eruð máttugir og það sama æskjum vér einnin, einkum yðra algjörvi. Hvar fyrir eg skrifa yður slíkt fráverandi so að eg þurfi ekki þá eg em nálægur harðindi fram að hafa eftir þeirri magt sem Drottinn hefur mér til betrunar en ekki til fordjörfunar gefið.

En að síðustu, góðir bræður, gleðjið yður. Verið fullkomnir, hugstyrkið yður, verið samlyndir, verið friðsamir. Þá mun Guð friðarins og ástseminnar vera með yður. Heilsið hver öðrum innbyrðis með heilögum kossi. Yður heilsa allir heilagir. Náð vors Drottins Jesú Christi og Guðs kærleiki og samtenging heilags anda sé með yður öllum. A M E N.

Sá annar pistill til þeirra í Korintíu

Sendur frá Philippen í Macedonia fyrir Titum og Lucam