XCVII.

Drottinn hann er konungurinn, þess gleður sig jarðríkið og eyjarnar sé glaðværar svo margar sem þær eru.

Skýin og þokan eru í kringum hann, réttvísin og dómurinn eru grundvallan hans tignarsætis.

Eldurinn útgengur fyrir honum og brennir allt um kring hans óvini.

Hans eldingar leiftra um jarðarkringluna svo það jörðin sér það og skelfist við.

Björgin bráðna niður sem annað vax fyrir Drottni, fyri drottnaranum alls jarðríkis.

Himnarnir kunngjöra hans réttlæti og allar þjóðir þá sjá hans vegsemd.

Skammist þeir sín allir sem göfga líkneskin og hrósast í skúrgoðum, tilbiðjið hann, allir guðir. [

Síon heyrði það og gladdist við og dæturnar Júda þær gleðja sig, Drottinn, yfir þinni ríkisstjórnan.

Því að þú, Drottinn, ert sá Hinn hæðsti í öllum löndum, þú ert mjög upphafinn yfir alla guði.

Þér sem elskið Drottin, hatið hið vonda, Drottinn hann varðveitir sálir sinna heilagra, út af hendi óguðhræddra þá mun hann frelsa þær.

Hinum réttláta hlýtur ætíð [ ljósið upp aftur að renna og fögnuðurinn þeim réttferðugum í hjarta.

Þér réttlátir, gleðjið yður í Drottni og þakkið honum og prísið hans heilagleik.