XCIIII.

Drottinn Guð, hvers að hefndin er, [ augsýn þig.

Upphef þig, þú dómari veraldarinnar, endurgjald þeim dramblátu hvað þeir verðskulda.

Drottinn, hversu lengi skulu hinir óguðhræddu, hversu lengi eiga hinir óguðhræddu hafa þennan [ ofsa

og so drambsamlega að tala og allir illgjörðamenn að hrósa sér?

Drottinn, þeir plága þitt fólk og þvinga þína arfleifð.

Ekkjurnar og framandi menn í hel slá þeir og lífláta hina föðurlausu

og segja: „Drottinn sér það ekki og Guð Jakobs skeytir þar ekki um.“

Hyggið að, þér vitleysingar meðal fólksins og hinir fávísu: Hvenær vilji þér skynsamir verða?

Sá sem eyrað hefur plantað skyldi hann ekki heyra? Hann sem augað hefur skapað skyldi sá ekki sjá?

Hann sem agar hina heiðnu, skyldi hann ekki refsa? Sá eð mönnunum kennir það hvað þeir vita. [

En Drottinn veit hugsanir mannanna, að þær eru hégómlegar.

Sæll er sá maður sem þú agar, Drottinn, og menntar hann fyrir þitt lögmál,

so að hann hafi þolinmæði nær eð á móti gengur, allt þar til eð þeim óguðlega verður gröfin búin.

Því að Drottinn hann mun ekki forleggja sitt fólk né heldur yfirgefa sína arfleifð.

Því að réttindin hljóta réttindi að blífa og þeim munu allir réttferðugir af hjarta eftir fylgja.

Hver veitir mér hjástóð í gegn þeim illskufullum eður hver styrkir mig í móti þeim illgjörðamönnum?

Ef að Drottinn hann hefði ekki hjálpað mér þá lægi mín önd allareiðu í þeirri [ þögninni.

Eg sagða: „Minn fótur hefur skeikað.“ En þín miskunn, Drottinn, hjálpaði mér.

Mikla hryggð hafða eg í mínu hjarta en þínar hugganir þá glöddu mína sálu.

Aldrei þá muntu samþykkur verða því [ skaðsamlega hásæti, hvert eð lögmálið illa útleggur.

Þeir brynja sig út í móti sálu hins réttferðuga og dæma saklaust blóð.

En Drottinn er mín verndarhlíf, minn Guð er styrkur míns athvarfs

og hann mun endurgjalda þeim þeirra ranglæti og mun afmá þá fyrir þeirra illsku sakir, Drottinn Guð vor hann mun afmá þá.