XCII.
Sálmasöngur á sabbatsdegi.
Ágætlegt er Drottni þakkir að gjöra og lofsyngja þínu nafni, þú Hinn hæðsti,
að morni þína miskunn og að kveldi þinn sannleik að kunngjöra,
á tíu strengja hljóðfæri og psalterio, með lofslætti á hörpunni.
Því að þú, Drottinn, lætur mig glaðværan syngja út af þínum verkum og það eg hrósi verkunum þinna handa.
Drottinn, hversu merkileg að eru þín verk, þínir þankar eru mjög [ djúpir.
Hinn fávísi trúir því ekki og sá hinn sjálfheimski skynjar það ekki.
Hinir óguðhræddu spretta upp sem gras og þeir illgjörðamenn blómgast allir, þangað til þeir afmáðir verða um aldur og ævi.
En þú, Drottinn, ert sá Hinn hæðsti og blífur eilíflegana.
Því að sjá þú, Drottinn, þínir óvinir, sjá þú, þínir óvinir munu fyrirfarast og allir illvirkjar munu í sundurdreifðir verða.
En mitt horn mun upphafið verða so sem annars einhyrnings og eg mun verða [ smurður með fersku viðsmjöri.
Og mín augu munu sjá sína vild á óvinum mínum og mitt eyra mun heyra sinn vilja á þeim illskufullum sem setja sig upp á móti mér.
Hinn réttláti mun blómgast svo sem pálmaviður, hann mun vaxa so sem annað sedrustré í Líbanon.
Þeir sem innplantaðir eru í húsi Drottins munu í fordyrum Guðs vors blómgast
og nær eð þeir taka einnin aldraðir að verða þá munu þeir þó blómgast samt einnin og ávaxtasamir og ferskir vera
so það þeir kunngjöri að Drottinn sé réttlátur, mitt [ bjarg og engin [ rangindi eru með honum.