LXXXIX.
Menntanarfræði Etan Efrahiter.
Eg vil syngja af miskunn Drottins eilíflegana og þinn sannleik kunngjöra með mínum munni um aldur og ævi.
Og eg segi svo: Ein eilífleg [ náð mun uppkoma og að þú munir þinn sannleik tryggilega halda á himnum.
Sáttamála hefi eg gjört við mína útvalda, eg hefi svarið mínum þjón Davíð
að eg vil þér sæði tilreiða eilíflegana og þitt tignarsæti uppbyggja um aldur og ævi. Sela.
Og himnarnir munu, Drottinn, þínar dásemdir prísa og þinn sannleik í samkundum heilagra.
Því að hver má í [ skýjunum Drottni samjafnast og á meðal guðanna sona Drottni samlíkur vera?
Guð hann er mjög máttugur yfir öllum þeim sem í kringum hann eru.
Drottinn Guð allsherjar, hver er sá eð þér sé líkur? So völdugur Guð? Og þinn sannleikur er í kringum þig.
Þú drottnar yfir sjávar æðigangi, þú hægir hans bylgjur nær eð þær upphefja sig.
Þú niðurslær [ Rahab til dauðs, þú í sundurdreifir þínum óvinum með þínum styrktararmlegg.
Himinninn og jörðin eru þín, jarðarkringluna hefur þú grundvallað og allt hvað þar er inni.
Norðrið og suðrið það hefur þú skapað, Tabór og Hermon [ blómgast í þínu nafni.
Þú hefur volduglegan armlegg, öflug er þín hönd og há er þín hægri hönd.
Réttvísi og dómur eru þíns sætis staðfesting, miskunn og sannleikur eru fyrir þínu augliti.
Sæll er sá lýður sem þá [ gleðinnar skemmtun kann, Drottinn, í ljósi þíns andlits munu þeir ganga.
Yfir þínu nafni munu þeir gleðja sig daglegana og í þínni réttvísi dýrlegir vera.
Því að hrósan þeirra styrkleiks ert þú og fyrir þína mildi munt þú vort horn upp hefja.
Því að Drottinn er vor skjöldur og sá Hinn heilagi Ísraels er vor konungur.
Í þinn tíma talaðir þú fyrir sjónir til þinna heilagra og sagðir: „Eg hefi einn voldugan kappa uppvakið sá eð hjálpa skal, einn útvaldan af fólkinu hefi eg upphafið.
Eg hefi fundið minn þjón Davíð, hann smurða eg með mínu heilögu viðsmjöri. [
Mín hönd skal honum fullting veita og minn armlegg skal styrkja hann.
Óvinirnir skulu ei geta yfirbugað hann og hinir ranglátu skulu ekki niðurkefja hann
heldur þá skal eg hans mótstöðumenn niðurslá og þá eð hann hata vil eg plága.
En minn sannleikur og miskunnsemi skal í hjá honum vera og hans horn skal í mínu nafni upphafið verða.
Hans hönd vil eg í sjóinn setja og hans hægri hönd í vötnin.
Hann mun nefna mig so: [ Þú ert minn faðir, minn Guð og styrkur, sá eð mér hjálpar.
Og eg vil setja hann fyrir frumgetinn son, allra hæðstan meðal konunganna á jörðu.
Mína miskunnsemi vil eg eilíflega halda við hann og minn sáttmáli skal honum staðfastur vera.
Eilíflega vil eg honum sæði gefa og hans veldisstól styrkja æ meðan himinninn varir.
Þó hans börn yfirgefi mitt lögmál og gangi ekki í mínum réttindum,
þó að þau vanhelgi mínar réttlætingar og haldi ekki mín boðorð
þá vil eg þeirra synda vitja með hirtingarvendi og þeirra misgjörða með refsingum
en minni miskunn vil eg ekki frá þeim snúa og á mínum sannleika öngvan brest vera láta.
Minn sáttmála vil eg ekki vanhelga og ekki það ónýtt gjöra sem framgengið er af mínum munni.
Eitt sinn hefi eg svarið við minn heilagleik: Eg vil ei ljúga að Davíð. [
Hans sæði skal eilíft vera og hans veldisstóll líka sem sólin fyrir minni augsýn.
Svo sem tunglið þá skal hann staðfastur blífa eilíflegana og líka so sem [ votturinn í skýjunum sannarlegur vera.“ Sela.
En nú vanrækir þú og fyrir óðal leggur og reiður ert við þinn hinn smurða.
Þú afrækir sáttmála þíns þjóns og fóttreður hans kórónu niður til jarðar.
Þú niðurbrýtur alla hans múrveggi og lætur hans hervirki niður hrynja.
Hann ræna allir þeir sem framhjá ganga, sínum nágrönnum er hann að háði vorðinn.
Hægri hönd hans mótstöðumanna upphefur þú og gleður alla hans óvini.
svo hefur þú einnin hans sverðsins kraft í burt tekið og lætur hann ekki fá sigur í stríðinu.
Þú niðurbrýtur hans [ hreinlæti og fleygir hans tignarsæti til jarðar.
Þú styttir tímann hans ungdómsaldurs og niðri byrgir hann með forsmán. Sela.
Drottinn, hversu lengi vilt þú þannin með öllu hulinn vera og þína heiftarreiði sem eld brenna láta?
Hugleið þú hversu skammvinnt mitt líf er, hvar fyrir viltu alla menn til einskis skapað hafa?
Hver er sá maður sem á lífi er að hann sjái ei dauðann eður sína sálu frelsi út af helvítis hendi? [ Sela.
Drottinn, hvar er nú þín fyrri miskunn sem þú hefur svarið Davíð í þínum sannleik?
Minnstu, Drottinn, á niðran þinna þjónustumanna hverja eð eg ber í mínum barmi af öllu so mörgu fólki.
Hvar með þínir óvinir niðra þér, Drottinn, þar með þeir níða fótspor þíns hins smurða.
Lofaður sé Drottinn eilíflegana. Amen. Amen.