LXXXIII.
Lofsöngssálmur Assaf.
Guð, þeg ei þannin og vert ekki svo þagmælskur, Guð, binst þú þess ei svo. [
Því sjá þú, að þínir óvinir æða fram og þeir eð þig hata hefja upp höfuðin.
Þeir kveikja upp klóklegar ráðagjörðir í móti þínu fólki og samsetja sín ráð mót þeim [ heimuglegu.
„Nú vel,“ segja þeir, „komum og afmáum þá so að þeir séu ekkert fólk og nafnsins Ísrael verði ei lengur getið!“
Því að þeir hafa samtekið innbyrðis með sér og samtök gjört sín á milli á móti mér.
Tjaldbúðir þeirra Edómíta og Ísmaelíta, þeir Móabítar og Hagarítar,
þeir Gebalite, Amonite, Amalechite, þeir Philistei með þeim af Tyro.
Assúr hefur samlagað sig þeim og hjástoð veitir sonum Lot. Sela.
Gjör við þá sem þú gjörðir við þá Madíaníta, so sem Síssera, so sem Jabín hjá læknum Kíson, [
þeir eð tortýndust hjá Endór og urðu þar að saurindi jarðar.
Gjör þú þeirra höfðingja so sem Óreb og Seb, alla þeirra yfirmenn svo sem Seba og Salmana,
þeir eð það segja: „Vér viljum húsin Guðs eignast:“
Minn Guð, gjör þá svo sem annað veltihjól og líka sem hálmstrá fyrir vindi.
Svo sem eldur hver að skógana uppbrennir og svo sem það bál hvert fjöllin loga lætur,
líka svo ofsæk þú þá með þínu stormviðri og skelf þá með þinni óveðráttu.
Uppfyll þeirra auglit með forsmán svo að þeir verði eftir þínu nafni að spyrja, Drottinn.
Skammist þeir sín og skelfist æ meir og meir og til skammar verði þeir og fyrirfarist.
Þá so munu þeir meðkenna það þú með þínu nafni heitir Drottinn alleinasta og sá Hinn hæðsti í allri veröldinni.