LXXVII.
Sálmur Assaf fyrir Jedítún fyrir að syngja.
Með minni raust kalla eg til Guðs, til Guðs kalla eg og hann bænheyrir mig.
Á mínum mótgangstíma leita eg Drottins, mína hönd upprétti eg á náttarþeli og læt ei af því að sála mín vill sig ekki hugga láta.
Nær eð eg em hryggur þá hugsa eg til Guðs, nær eð mitt hjarta líður angist þá tala eg. Sela.
Vöku heldur þú fyrir mínum augum og svo máttlaus em eg það eg get ekki talað.
Eg þenki á hina fyrri ævina og minnunst á þau umliðnu árin.
Á náttartíma hugsa eg til míns hljóðfæris og mæli með mínu hjarta, minn andi grennslast þar eftir
hvert að Drottinn muni eilíflega fordrífa og öngva líkn nú lengur auðsýna vilja.
Eða er nú hans miskunnsemi með öllu útgjörð og hefur hans fyrirheit tekið enda?
Hefur Guð þá forgleymt miskunnsamur að vera og sína miskunnsemi fyrir reiði innibyrgt? Sela.
En þó sagða eg: „Eg hlýt það að líða, hægri hönd Hins hæsta kann öllu um að breyta.“ [
Þar fyrir hugleiði eg stórmerkin Drottins, já eg minnunst á þín hinu fyrri dásemdarverkin
og skýri í frá öllum þínum verkum og segi út af þínum gjörningum.
Guð, þinn vegur er [ heilagur, hver er svo voldugur Guð sem þú ert?
Þú ert sá Guð sem dásemdarverkin gjörir, þú hefur auglýst þína magt á meðal þjóðanna.
Volduglega hefur þú frelsað þitt fólk, sonu Jakobs og Jósefs. Sela.
Vötnin þau sáu þig, Guð, vötnin þau sáu þig og urðu hrædd og undirdjúpin tóku um að ryðjast.
Þau þykkvu skýin helltu ofan vatni, skýin gáfu hljóð með brestum svo að eldingar flugu þar af.
Reiðarþrumurnar hljóðuðu af himni, þínar eldflaugar lýstu yfir jörðina so að jarðríkið það hrærðist við og hristist þar út af.
Þinn vegur var í sjánum og þinn götustígur í miklum vötnum og þín fótspor þekktust ekki heldur.
Þú útleiddir þitt fólk so sem aðra sauði fyrir hönd Móses og Arons.