LXV.
Lofsöngssálmur Davíðs fyrir að syngja [
Guð, vér lofum þig í [ hljóði til Síon og þér gjöldum vér heitin.
Þú heyrir bænakallið, þar fyrir kemur allt hold til þín.
Vorar misgjörðir þvinga oss harðlega, þú vildir vorar syndir fyrirgefa.
Sæll er hann sem þú útvelur og sá eð þú meðtekur til þín það hann byggi í þínum fordyrum, sá hefur nóglegt traust á þínu húsi, þínu heilaga musteri.
Heyr þú oss eftir þinni dásemdarréttvísi, Guð vor heilsugjafari, þú sem ert traust allra þeirra á jörðu eru og þeirra sem eru langt í burt í sjávarhafinu,
hann sem fjöllin setur stöðugt í sínum krafti og gyrtur er [ magtarveldi,
þú sem stillir grenjan sjávarins og hljóðan bylgnanna og þann æðigang þjóðanna
svo að þeir sem í þeim sömum takmörkum byggja eru hræddir af þínum teiknum. Þú gjörir lystilegt allt hvað sig hrærir, bæði á morna og so á kvöld.
Þú vitjar landsins og vökvar það og auðgar það næsta. Guðs [ uppsprettukelda hefur nóglegt vatn, þeirra korn það lætur þú tíngast vel því að svo uppbyggir þú landið.
Þú döggvar þess akurreinar og vætir það sem plægt er, meður dropum daggarinnar mýkir þú það og blessar svo þess gróða.
Þú kórónar árið með þinni góðgirnd, ó þín [ fótspor drjúpa af feiti.
Híbýlin eyðimarkarinnar eru einnin svo feit að þau drjúpa og hólarnir eru umhverfis lystilegir.
Um völluna er fullt með sauðfé og dalirnir standa þykkvaxnir af korni, so að þar úta f syngja menn og kveða.