LVI.

Gyllini klenodium Davíðs, af þeirri mállausri dúfunni meðal ókunnigra, þá Philistei gripu hann til Gat [

Guð, vertu mér miskunnsamur því að mennirnir vilja fóttroða mig, daglegana þá stríða þeir og þrengja að mér.

Mínir [ óvinir troða mig daglega undir fætur því margir berjast á móti mér drambsamlega.

Nær eð eg em hræddur þá treysti eg upp á þig.

Guðs orð vil eg heiðra og á Guð vil eg treysta og ekki um mig hræddur vera, hvað skyldi mér líkamlegt hold gjöra mega?

Þeir afbaka daglega mín orð, allar þeirra hugsanir eru að gjöra mér til vonda.

Þeir halda til samans og sitja til veiði og umsátur veita mínu hælbeini, hvernin þeir fái helst höndlað mína sálu.

Hvað illt sem þeir gjöra [ það er þeim þegar fyrirgefið, miskunnarlaust steypi Guð svoddan mönnum niður í grunn.

Reikna þú minn flótta, hell mínum tárum í þinn sjóð, sennilega þá reiknar þú þau.

Þá munu mínir óvinir verða til baka að snúa, nær eð eg kalla þá veit eg það að þú ert minn Guð.

Guðs orð vil eg prísa, orðið Drottins vil eg prísa. [

Á Guð treysti eg og em ei hræddur um mig, hvað kunna mér þá mennirnir að gjöra?

Því hefi eg, Guð, heitið þér það eg vil þér þakkir gjöra.

Því að sál mína hefur þú frelsað frá dauðanum, fætur mína í frá hrasan, so það eg má ganga fyrir Guði í ljósi lifandi manna.