XLIIII.
Eitt menntanarfræði sona Kóra fyrir að syngja
Guð, vér höfum heyrt með vorum eyrum, feður vorir hafa kunngjört oss það
hvað þú gjörðir á þeirra ævi forðum daga.
Þú í burt rakst hina heiðnu með þinni hendi en innsettir þá í staðinn, þú fordjarfaðir fólkið en þá útbreiddir þú.
Því að ei hafa þeir landið undir sig lagt með sínu sverði og þeirra armur stoðaði þeim ekki heldur þín hægri hönd og þinn armleggur og ljósið þíns andlits því að þú hafðir góðan þokka á þeim.
Guð, þú ert minn konungur, þú hinn sami sem Jakob hjálpræði til segir.
Fyrir þig viljum vér vora óvini að velli leggja, í þínu nafni viljum vér þá undir fætur troða sem reisa sig upp á móti oss.
Því að eigi treysti eg upp á minn boga og mitt sverð það frelsar mig ekki
heldur frelsar þú oss frá vorum óvinum og gjörir þá til vanvirðu sem oss hata.
Daglega viljum vér hrósa út af Drottni og þínu nafni þakkir gjöra eilíflega. Sela.
Hvar fyrir forleggur þú oss nú og lætur oss til skammar verða og dregur ekki út með voru herliði?
Þú lætur oss flýja fyrir vorum óvinum svo að þeir hverjir eð hata oss þeir hrifsa vort eigið til sín.
Þú lætur oss uppétast sem sauði og í sundur dreifir oss meðal heiðinna þjóða.
Þú selur þitt fólk út fyrir ekki par og tekur ekkert verð fyrir það.
Þú gjörir oss að forsmán vorum nábúum, að spotti og háði þeim sem í kringum oss eru.
Þú gjörir oss að málshætti á meðal heiðingjanna og fólkið skekur höfuðin að oss.
Alla daga er mín vanvirða fyrir mér og mín ásjóna er full af forsmán
svo að eg hlýt þá niðrunarmenn og lastendur að heyra og verða að sjá þá óvini og ofsækjendur.
Allt þetta er yfir oss komið, vér höfum þó ekki forgleymt þér og eigi handtérað ótrúlega í þínum sáttmála.
Vort hjarta er ekki fráfallið og vor fótspor hafa ei vikið af þínum vegi
að þú niðurslær oss þannin meðal þeirra [ eiturdrekanna og byrgir oss með dauðans myrkri.
Ef að vér höfum nú forgleymt Guðs vors nafni og vorar hendur upphafið til eins annarlegs guðs
þá mætti Guð þess krefja en hann þekkir vel vorn hjartans grunn.
Því að daglega verðum vér [ fyrir þína skuld niðurdrepnir og erum reiknaðir so sem aðrir slátrunarsauðir.
Vakna þú upp, Drottinn, hvar fyrir sefur þú svo fast? Vakna þú og útskúfa oss ekki so algjörlega.
Hvar fyrir byrgir þú þitt andlit? Forgleymir þú vorri ánauð og armæði?
Því að vor sála er til moldar niður beygð, vor kviður hann klessist niður við jörðina.
Tak þig upp, hjálpa oss og frelsa þú oss fyrir þinnar miskunnar sakir.