XLI.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja

Sæll er sá eð annast hinn þurftuga og fáráða, Drottinn mun frelsa hann í hinni vondri tíð.

Drottinn mun bevara hann og láta hann lífi halda og gjöra hann fullsælan á jörðu og yfirgefa hann ekki í vald sinna óvina.

Drottinn mun endurlífga hann á hans sóttarsæng, þú hjálpar honum út af öllu hans krankdæmi.

Eg sagða: „Drottinn, miskunna þú mér, lækna þú sál mína því að eg hefi syndgast á móti þér.“

Mínir óvinir þeir mæla vonslega til mín: „Nær mun hann deyja og hans nafn forganga?“

Þeir fara að skoða og nema það þó ekki út af hjarta heldur leita þess að þeir megi lasta nokkuð, ganga síðan á burt og bera það út.

Allir þeir eð mig hata hvískra til samans á móti mér og hugsa mér vont til.

Eitt illskupar hafa þeir ályktað á móti mér: „Nær eð hann liggur þá skal hann ekki upp aftur standa.“

Einnin minn vinur hverjum eg treysta, sá eð át mitt brauð hann treður mig undir fætur.

En þú, Drottinn, miskunna mér, reis mig upp og mun eg þá endurgjalda þeim.

Út af því formerki eg að þú hefur góðvild til mín, so það minn óvinur hlakki ekki yfir mér.

En mig þá styður þú fyrir míns meinleysis sakir og setur mig fyri þinni augsjón ævinlega.

Lofaður sé Drottin Guð Ísraels um aldur og að eilífu. Amen. Amen.