XXXVIII.

Sálmur Davíðs til [ minningar

Drottinn, straffa þú mig ekki í grimmd þinni og tyfta mig ekki í þinni reiði.

Því að þín skeyti þau stinga mig og þín hönd hún harðþjakar mér.

Engin heilbrigði er í mínu holdi fyrir þinni ógnan og eigi neinn friður í mínum beinum fyrir sökum synda minna.

Því að mínar misgjörðir eru uppgengnar yfir mitt höfuð, líka sem önnur stór byrði eru þær mér mikils til of þungar orðnar.

Mín sár þau eru fúin og rotin fyrir heimsku minnar sakir.

Eg em bæði bjúgur og boginn, um allan dag þá geng eg hryggur.

Því að mínar lendar eru uppvisnaðar með öllu og enginn heilbrigði er í mínu holdi.

Mér er öllum umskipt, eg em mjög sundurkraminn, eg æpi út af andvarpan míns hjarta.

Drottinn, fyrir þér er öll mín ástundan og mín andvarpan er þér ei ókunnig.

Mitt hjarta það skelfur, min kraftur hann hefur mig yfirgefið og [ ljósið minna augna það er í burt frá mér.

Mínir vinir og kunningjar standa í gegn mér og forðast mína plágu og mínir náungar flýja langt í burt frá mér.

Og þeir sem leituðu minnar sálu umsitja mig og þeir eð mér vilja til vonda tala umþ að hvernin þeir fái helst skaða gjört og allt jafnt sitja þeir á svikræðum.

En eg hlýt að vera sem daufingi og heyra ekki og svo sem mállaus, sá eð ei upplýkur sínum munni.

Og eg hlýt að vera svo sem sá eð ekki heyrir og svo sem sá eð ekkert forsvar hefur í sínum munni.

En eg treysti, Drottinn, á þig, þú Drottinn Guð minn, munt bænheyra mig.

Því að eg sagði að eigi mundi þeir ná að gleðja sig yfir mér og þá mínir fætur skeikuðu að hælast um við mig.

Því að þar til em eg gjörður að eg skuli mótlæti líða og mín hryggð er jafnan fyrir mér.

Því að eg gjöri kunnan minn misgjörning og ber angur fyrir mínar syndir.

En mínir óvinir þeir lifa og eru megtugir, þeir eð mig hata fyrir ekkert eru mikilsháttar

og þeir eð mér gjöra illt fyrir gott setja sig upp á móti mér af því að eg framfylgi því hinu góða.

Yfirgef þú mig ekki, Drottinn Guð minn, vert þú ekki fjarlægur mér.

Flýttu þér til að standa hjá mér, Drottinn mitt hjálpræði.