XXIIII.

Jörðin hún er Drottins og hvað í henni er, jarðarkringlan og hverjir þar inni búa. [

Því hann hefur grundvallað hana yfir sjávarhafið og yfir vötnin tilbúið hana.

Hver mun uppstíga á fjallið Drottins og hver mun standa í hans hinum heilaga stað?

Sá eð hefur meinlausar hendur og hann sem er hreinhjartaður, sá eð ekki hefur lysting á hégómlegum lærdómi og hver eð sver ekki heldur sviksamlega,

sá hinn sami mun meðtaka blessun af Drottni og réttlæti af Guði síns hjálpræðis.

Þetta er sú kynslóðin hver eð að honum spyr, hún hver að leitar þíns [ andlits Jakobs. Sela.

Látið portin víðopin og lúkið vítt upp dyrnar í veröldinni so það konungur dýrðarinnar inngangi.

Hver er sá konungur dýrðarinnar? Það er Drottinn, sterkur og voldugur, Drottinn megtugur í stríði.

Látið portin víðopin og lúkið hátt upp dyrnar í veröldinni so það konungur dýrðarinnar inngangi.

Hver er sá konungur dýrðarinnar? Það er Drottinn allsherjar, hann er sá konungur dýrðarinnar. Sela.