XVII.

Ein bæn Davíðs

Heyr þú, Drottinn, [ réttvísina, merk mitt ákall, hygg að minni bæn hver að ei sker af sviksamlegum vörum.

Hlutastu til míns málefnis og gef gætur að réttindunum.

Þú reynir mitt hjarta og vitjar þess á náttarþeli og hreinsar mig og finnur ekkert með mér, eg einsetta mér að minn munnur skyldi ekki skeika.

Eg varðveiti mig í orðinu þinna vara, fyrir mannanna verkum, á veginum spillvirkjans.

Haltu minni göngu í þínum vegum so að mín fótspor skriðni ekki.

Eg kalla á þig að þú, Guð, bænheyrir mig, hneig þín eyru til mín og heyr mín orð.

Auðsýn þína dásamlega góðgirni, þú hjálpari þeirra sem á þig treysta, í gegn þeim sem setja sig upp í móti þeinni hægri hendi.

Varðveit þú mig svo sem sjáldrið augans, undir skugga vængja þinna vernda þú mig

fyrir þeim óguðlegu sem kvelja mig, fyrir mínum óvinum sem umsitja mína sálu.

Þeirra [ feitingar halda til samans, með sínum munni tala þeir drambsamlega.

Hvar eð vér göngum þá umkringja þeir oss, sín augu setja þeir þangað það þeir slái oss til jarðar

so sem annað león það búið er til bráðina að veiða, líka sem leónshvelpur sá eð situr í fylsnum.

Tak þig upp, Drottinn, yfirfall þá og niðurlæg þá, frelsa þú með sverði þínu sálu mína frá þeim óguðlegu,

frá fólki þinnar [ handar, Drottinn, frá mönnum þessarar veraldar, þeir eð sitt hlutskipti hafa í þeirra lífi, hverra kvið eð þú fyllir með þínum auði. Þeir hafa mikinn fjölda barna og láta sínar eftirleifar eftir hjá þeirra niðjum.

En eg mun sjá þitt auglit í réttlæti, eg mun saddur verða nær eg [ vakna eftir þinni mynd.