CXXXVI.
Þakki þér Drottni því hann er góður, því að hans miskunnsemi varir eilíflegana. [
Þakkið Guði allra guða því að hans miskunnsemi varir eilíflegana.
Þakkið Drottni allra drottna því að hans miskunnsemi varir eilíflegana.
Hann sá eð einn gjörir mikil stórmerki
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann hver eð himininn hefur gjört svo [ meistarlega
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann sá eð jörðina hefur útbreitt yfir vötnunum
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann sá eð þau miklu ljósin hefur gjört [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
sólina deginum til stjórnunar
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
tunglið og stjörnurnar nóttinni fyrir að standa
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann sá eð Egyptaland sló með þeirra frumgetningum [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
og Ísrael út þaðan leiddi [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
fyrir volduga hönd og útþaninn armlegg
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann sá eð í sundur skipti hafinu rauða í tvo hluti [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
og lét Ísrael þar í gegnum ganga
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann hver eð drekkti faraó og hans herliði í hafinu rauða
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann sá eð sitt fólk útleiddi í gegnum eyðimörkina
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
sá eð niðursló mikilsháttar konunga
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
og í hel sló megtuga kónga [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
Síhon þannkónginn Ammoreorum
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
og Óg konunginn til Basan
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
og gaf þeirra land til arfleifðar
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
til arfleifðar sínum þjón Ísrael
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
af því hann minntist á oss þá eð vér vorum undirþrykktir [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
og hann frelsaði oss frá óvinum vorum
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana,
hann hver eð fæðslu gefur öllu holdi [
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana.
Þakkið Guði af himnum
því að hans miskunnsemi varir eilíflegana.