CXXVII.
Lofsöngur Salomonis í hákornum.
Nema það Drottinn uppbyggi húsið þá erfiða þeir til einskis sem það uppbyggja.
Nema það Drottinn varðveiti borgina þá vakir vökumaðurinn til forgefins.
Það kemur til einskis að þér snemma upp standið og þar eftir á lengi sitjið og etið yðvart brauð með hryggð því að það gefur hann sínum ástvinum að þeim sofandi.
Sjá, börnin eru ein [ gáfa Drottins og sá ávöxtur kviðarins er ein ástgjöf.
Líka sem það skeytið í öflugs manns hendi, eins þá tíngast þau ungu börnin.
Sæll er sá sem sitt kofur hefur fullt af þeim hinum sömum, þeir munu ekki til skammar verða nær eð þeir eiga viður sína óvini að þreyta.