CXII.
Halelúja.
Sæll er sá maður sem óttast Drottin, hver eð hefur mikla þóknan til hans boðorða.
Hans sæði mun verða voldugt á jörðu, afkvæmi hinna réttlátu það mun blessað verða.
Ríkdómur og nægtir munu vera í þeirra húsi og þeirra réttvísi blífur eilíflegana.
Réttferðugum þeim upprennur [ ljósið í myrkrunum, af þeim hinum náðarsamlega, miskunnsama og réttláta.
Sæll er sá maður sem hann er miskunnsamur og lánar sitt gjarna og útréttir sín erindi so það hann gjörir öngvum nein rangindi.
Því að hann mun ævinlega blífa og minning hins réttláta mun aldrei dvína.
Nær eð einhver plága á yfir að koma þá hræðist hann ei, hans hjarta vonar eftlaust upp á Drottin.
Hans hjarta er öruggt og hræðist ekki þangað til hann sér sína vild á sínum óvinum.
Hann skiptir út og gefur fátækum, hans réttlæti blífur um aldur og ævi, hans horn mun upphafið verða með vegsemd.
Hinn óguðhræddi mun það sjá og fyrir í þykja, sínum tönnum mun hann saman bíta og uppþorna, því hvað sá hinn óguðhræddi gjarna vildi það mun að öngu verða.