Davíðs Saltari
I.
Sæll er sá maður hver eð ei gengur í ráði ómildra og staðnæmist ekki á vegi syndugra og hann sem ei situr á stóli [ háðungarmanna
heldur hefur sína lysting í lögmáli Drottins og talar um hans lögmál daga og nætur.
Hann er líka sem það viðartré hvört að rótsett er í hjá rennandi vatni og hans laufblöð munu ekki visna og allt hvað hann gjörir það mun lukkast vel.
En þannin eru ei hinir óguðhræddu heldur líka so sem moldarduft hverju að vindurinn burt feykir.
Þar fyrir fá ei þeir óguðlegu við risið í [ dóminum, ekki heldur hinir syndugu í samkundu réttlátra.
Því að Drottinn þekkir veginn réttlátra en vegur óguðhræddra mun fyrirfarast.