XII.

Þetta er sú byrðin Drottins orðs yfir Ísrael, segir sá Drottinn sem útbreiðir himininn og grundvallar jörðina og skapar mannsins anda í honum. [ Sjáðu, eg vil gjöra Jerúsalem að einu hörsunarkeri öllu fólki þar um kring. Því það skal og gilda Júda nær Jerúsalem verður umkringd. En þó á þeirri sömu tíð vil eg gjöra Jerúsalem að einum þungum steini öllu fólki. Og allir þeir sem vilja í burtu bera hann þeir skulu í sundurmerjast því allir heiðingjar á jörðunni skulu samansafnast móti honum.

Á þeim tíma, segir Drottinn, vil eg alla hesta gjöra fælna og þeirra riddara hrædda en eg vil hafa mín augu opin yfir Jerúsalem og allra manna hesta vil eg með blindleika plága. Og höfðingjar í Júda skulu segja í sínum hjörtum: „Látið eins kostar Jerúsalem borgarmenn vera örugga í Drottni Sebaót þeirra Guði.“

Á þeim tíma vil eg gjöra Júda höfðingja til eins brennand ofns á meðal trjánna og að einu loganda blysi í strái so þeir uppeyði bæði til hægri og vinstri síðu öllu fólki allt um kring. [ Og Jerúsalem skal framvegis blífa á sínum samastað í Jerúsalem. Og Drottinn skal frelsa heimili Júda líka sem á fyrra tíma upp á það að Davíðs hús skal ekki ofmjög hrósa sér, eigi heldur Jerúsalem borgarmenn mót Júda.

Á þeirri tíð skal Drottinn varðveita þá borgarmennina í Jerúsalem og það skal ske að hver sem veikur er á þeim tíma á meðal þeirra hann skal vera sem Davíð og Davíðs hús skal vera sem Guðs hús, líka sem engill Drottins fyrir þeim. Og á þeim tíma vil eg þenkja að afmá alla heiðingjana sem farnir eru mót Jerúsalem. En yfir Davíðs hús og yfir borgarmenn í Jerúsalem vil eg ausa anda náðar og bænar. [ Því að þeir munu sjá mig hvern þeir hafa í gegnum stungið og þeir skulu gráta yfir honum líka sem menn gráta yfir einum einkasyni og þeir skulu hryggja sig yfir honum líka sem menn hryggja sig yfir því frumgetna barni. [

Og á þeim tíma skal vera einn mikill harmur í Jerúsalem líka sem það var hjá Hadarimon á þeim velli Megiddó. [ Og landið skal gráta, hver ættþáttur fyrir sig, ættin Davíðs húss sér í lagi og þeirra húsfrúr sér í lagi, það hús Natans ættar sér í lagi og þeirra húsfrúr sér í lagi, það hús Leví ættar sér í lagi og þeirra húsfrúr sér í lagi, Símeí ætt sér í lagi og þeirra húsfrúr sér í lagi, líka sem allar ættir þær eftir eru orðnar sér í lagi, þeirra húsfrúr og so sér í lagi.