XI.

Upplúk þínum dyrum, þú [ Líbanon, svo að eldurinn brenni þín sedrustré. Gráti, þér grenitrén, því að sedrusviðirnir eru fallnir og sú prýðilega byggingin er um koll slegin. Grátið, þér eikurnar í Basan, því sá sterki skógur er upphöggvinn. Menn heyra að hirðararnir gráta því þeirra veglega bygging er niðurbrotin. Menn heyra öskur leónanna því að Jórdans dreiss er niðurslegið.

So segir Drottinn minn Guð: Geymið sláturssauðina það þeirra herrar slátra þeim og reikna það fyrir öngva synd. Þeir selja þá og segja: „Lofaður sé Drottinn, eg er nú ríkur!“ og þeirra hirðurum hlífa þeir ekki. Þar fyrir vil eg ekki framarmeir spara þá innbyggjarana í landinu, segir Drottinn. Og sjáðu, eg vil láta fólkið koma, einn og sérhvern, í annars hendur og í þeirra kóngs hendur og þeir skulu niðurslá landið og eg vil ekki hjálpa þeim frá þeirra hendi.

Og eg geymi slátur sauðanna fyrir þeirra vesölu sauðanna skuld. [ Og eg tók tvo stafi til mín, þann eina kallaði eg sætleika en þann annan kallaði eg sorg og geymdi sauðina. Og eg eyðilagði þrjá hirðara í einum mánaði því eg kunni ei að líða þá, svo vildu þeir og ei hafa mig. Og eg sagða: „Eg vil ekki gæta yðar. Hvað sem deyr, það deyi. Hvað sem hungrar, það hungri. Og þeir sem eftir eru skal hver eta annars kjöt.“

Og eg tók minn staf sætleika og sundurbraut hann að eg í burt tæki minn sáttmála sem eg hafða bundið við allt fólk. Og hann var burt tekinn þann sama dag. Og þeir fátæku sauðir sem höfðu gát á mér þeir merktu að það var orð Drottins. Og eg sagða til þeirra: „Líkar yður það þá berið fram mína verðaura, en vilji þeir ekki, þá látið það vera.“ Og þeir vógu svo mikið sem eg gilta, þrjátígi silfurpeninga. Og Drottinn sagði til mín: [ Varpa þeim burt so þeir gefist pottmökurum, eitt merkilegt verðkaup fyrir hvert eg var virtur af þeim! Og eg tók þá þrjátígu silfurpeninga og kastaði þeim í hús Drottins so þeir skyldu gefast pottmakaranum.

Og eg í sundurbraut minn annan staf sorg so eg mætta burt taka bræðraskapinn í millum Júda og Ísrael.

Og Drottinn sagði til mín: [ Tak enn til þín búning eins heimskulegs hirðis því sjáðu, eg vil uppvekja hirðara í landinu sem ekki skulu leita eftir því vanmáttuga, eigi vitja þess sundurslegna og ei græða það særða, eigi heldur hafa hugsun fyrir því heilbrigða. En kjötið af því feita munu þeir eta og í sundurrífa þess klaufir. Vei skúrgoðahirðurum, þeir sem forláta hjörðina! Sverðið komi á þeirra armleggi og á þeirra hægri augu! Þeirra armur skal uppvisna og þeirra hægra auga skal myrkvast.