X.
Þar fyrir biðjið nú um kveldregn af Drottni, so mun Drottinn gjöra ský og gefa yður nóga dögg til allrar frjóvgunar yðrar jarðar. [ Því að afguðirnir tala ætíð hégóma og sannsagnarmennirnir sjá ekki utan lygar og segja hégómadrauma og þeirra hugsvalan er einskisverð. Og því fara þeir villt sem ein hjörð og eru megnlausir því þar er enginn hirðir.
Mín reiði er orðin grimm yfir hirðarana og eg vil vitja [ hafranna því Drottinn Sebaót skal vitja sinnar hjarðar, sem er, hússins Júda. Og hann skal útbúa þá so sem prýðddan víghest til bardaga. Hyrningin, naglarnir, stríðsboginn og drífararnir skal allt takast burt frá þeim. Þó skulu þeir vera so röskvir sem risar, troðandi gatnasaurinn í bardaganum og þeir skulu berjast. Því að Drottinn skal vera með þeim svo að þeir riddarar skulu til skammar verða. En eg vil styrkja húsið Júda og frelsa húsið Jósefs og eg vil innsetja þá igen. Því að eg vil miskunna mig yfir þá og þeir skulu blífa sem þeir voru þann tíma eg hafða ekki í burt varpað þeim því eg, Drottinn þeirra Guð, vil bænheyra þá.
Og Efraím skal vera sem einn risi og þeirra hjarta skal gleðjast líka sem af víni. [ Það skulu og þeirra synir sjá og gleðja sig. Og þeirra hjörtu skulu fagna í Drottni. Eg vil blístra að þeim og samansafna þeim því eg vil frelsa þá. Og þeir skulu fjölga sig so sem þeir juku sig fyrri. Og eg vil niðursá þeim á meðal fólksins so þeir skulu minnast mín í fjarlægum löndum og þeir skulu lifa með sínum börnum og koma aftur. Því eg vil færa þá igen af Egypalandi og eg vil safna þeim úr Assyria og eg vil færa þá í Gíleaðland og til Líbanon so að menn skulu ekki finna þá. Og hann skal ganga í gegnum það harmkvælishaf og slá bylgjurnar í sjónum so að öll þau djúp vötn skulu þurrkast. Þá skal sú ofstækin þeirra í Assyria niðurþrykkjast og sá veldissproti í Egyptalandi skal burt takast. Eg vil styrkja þá í Drottni að þeir skuluk ganga í hans nafni, segir Drottinn. [