Prédikan Salomonis
I.
Þessi eru orð prédikarans, orð sonar Davíðs, kóngsins í Jerúsalem. Það er allt saman ekki annað en hégómi sagði prédikarinn, það er allt saman fánýtur hégómi. Hvað hefur maðurinn meira af allri sinni armæðu sem hann hefur undir sólunni? Ein ætt forgengur en önnur upp aftur kemur, jörðin blífur ævinlega. Sólin gengur upp og niður aftur og rennur til síns staðar þar hún kemur upp aftur. Vindurinn gengur af suðri og hleypur um til norðurs og aftur í kring til þess staðar sem hann uppbyrjaðist. Öll vötn falla í sjóinn og þó fyllist hann ekki og til þess staðar sem þau upp spretta falla þau aftur.
Allir [ gjörningar eru fullir af armæði so enginn kann að fullsegja það. Augað sér sig aldrei satt og eyrað heyrir sig aldrei mótt. Allt hvað sem skeð er er það sama sem ske skal hér eftir. Hvað er það sem maðurinn hefur gjört? Það er líka sem það sama hvað hann skal gjöra hér eftir og þar sker ekki neitt nýtt undir sólunni. Sker það nokkuð svo maðurinn má segja: „Sjá þú, nýtt er það“? Þá er það þó áður skeð í fyrrum tíðum á meðal þeirra sem voru fyrir oss. Menn minnast ekki hversu áður hefur til gengið, svo kann mann og ekki að hugsa um það hvað hér eftir skeður á meðal þeirra sem eftir koma.
Eg, prédikari, var kóngur yfir Ísrael í Jerúsalem. Eg lagða mitt hjarta til að vita og rannsaka með skynsemi allt það sem menn gjöra undir himninum. Soddan vesala armæði hefur Guð gefið mannanna sonum að þau skulu plágast þar með! Eg hugði og svo að allra þeirra gjörningum sem gjörast undir sólunni og sjá, það var allt saman eymd og hégómi. Bogið kann ekki að verða rétt og hvað brestur kann ekki að teljast.
Eg sagða í mínu hjarta: „Sjá, eg em mjög dýrðlegur. Eg hefi meira vísdóm en allir þeir kóngar sem verið hafa fyrir mér í Jerúsalem og mitt hjarta hefur mikið lært og margt reynt.“ Og eg lagða mitt sinni eftir að eg mætti verða hygginn svo eg mætti læra vísdóm, fávisku og speki. Og eg fornam að svoddan var armæði. Því þar sem mikill vísdómur er, þar er mikil sorg, og sá sem mikið vill læra hann hlýtur margt að líða.