V.
En þess konar maður sem Ananías var að nafni meður húsfreyju sinni Safíra seldi eignir sínar og duldi af verðinu að vitund sinnar húsfreyju en færði suman hlut og lagði til fóta postulanna. [ Þá sagði Pétur: „Anania, því uppfylldi andskotinn hjarta þitt so að þú lygir að heilögum anda og duldir sumu af verðaurum akursins? Var hann eigi þinn að öllu? Og þá hann var seldur var hann í þínu valdi. Fyrir því settir þú slíkan hlut þér í hjarta? eigi hefur þú logið að mönnum heldur að Guði.“ [ En þá Ananías heyrði þessi orð datt hann niður og gaf upp öndina. Og hræðsla mikil kom yfir alla þá sem það heyrðu. En ungmennin stóðu upp og tóku hann í burt, báru hann út og grófu hann.
Og það skeði innan skamms, nærri þrim stundum, að hans húsfreyja kom þar inn og vissi eigi hvað þar hafði gjörst. En Pétur segir til hennar: „Seg þú mér, kona, hvort þið selduð akurinn svo dýrt?“ Hún sagði: „Já, so dýrt.“ Þá sagði Pétur til hennar: „Fyrir því eru þið samþykk orðin að freista anda Drottins? Sjáðu, fætur þeirra sem jörðuðu mann þinn eru fyrir dyrum úti og þeir munu þig út bera.“ Og jafnsnart datt hún niður fyrir fætur honum og gaf upp öndina. En ungmennin komu inn og fundu hana dauða, báru út og grófu hana hjá manni sínum. Og miklum ótta sló yfir allan söfnuðinn og yfir þá er það heyrðu.
En mörg tákn og stórmerki gjörðust með lýðnum fyrir postulanna hendur. Og allir vor þeir ásamt með einum huga í forbyrgi Salomonis. Og öngvir aðrir dirfðust meir að samlaga sig þeim heldur miklaði þá lýðurinn. Þar tók og enn meir að aukast fjöldi þeirra karla og kvenna sem á Drottin trúðu so að þeir báru út vanfæra menn á strætin og lögðu þá á sængur eður börur so þá að Pétur kæmi að hans skuggi skyggði yfir nokkra af þeim. [ Þar komu og margir til samans út af þeim borgum sem í nánd voru við Jerúsalem og færðu með sér sjúka menn og þá sem af óhreinum öndum kvaldir voru hverjir eð allir urðu heilbrigðir.
Þá stóð upp kennimannahöfðinginn og þeir allir sem með honum voru (hverjir eð eru villuflokkur Saduceo) og uppfylltust af vandlæti og lögðu hendur á postulana og settu þá inn í almennilegt varðhald. [ En engill Drottins kom um nótt og lauk upp dyr myrkvastofunnar, leiddi þá út og sagði: [ „Farið, stígið upp og talið til fólksins í musterinu öll þessi lífsins orð.“ Þá þeir höfðu það heyrt gengu þeir inn í dögun í musterið og tóku að kenna.
En eð kennimannahöfðinginn kom til og þeir eð með honum voru, kölluðu þeir saman ráðið og alla öldunga Ísraelssona og sendu til myrkvastofunnar þá að sækja. En þá þénararnir komu þar og fundu þá eigi í myrkvastofunni hurfu þeir aftur og kunngjörðu þeim það og sögðu: „Myrkvastofuna fundu vær að sönnu lukta með allri athygli og varðmennina standandi þar framan fyrir dyrum en þá vér lukum upp fundu vér öngvan þar inni.“ En er kennimaðurinn og yfirstjórnari musterisins og aðrir fleiri kennimannahöfðingjar heyrðu þessi orð tóku þeir að verða efablandnir um þá hvað af þeim mundi hafa mátt verða.
Þá kom þar nokkur maður. [ Sá undirvísaði þeim: „Sjáið, þeir menn sem þér settuð í myrkvastofu eru í musterinu, standa og kenna þar fólkinu.“ Þá fór yfirboðarinn burt með þénurunum og sóttu þá fyrir utan ofurvald því að þeir óttuðust fólkið að þeir mundi með grjóti grýttir verða. Og sem þeir sóttu þá skikkuðu þeir þá fyrir ráðið. Kennimannahöfðinginn spurði þá að og sagði: „Höfu vær eigi af allri alvöru boðið yður að þér skylduð eigi læra í þessu nafni? Og sjáið, þér hafið uppfyllt Jerúsalem meður yðra kenning og þér viljið so leiða yfir oss þessa manns blóð.“
En Pétur svaraði og postularnir og sögðu: [ „Framar ber að hlýða Guði en mönnum. Guð feðra vorra uppvakti Jesúm hvern þér lífi sviptuð og upphengduð á tréð. Þennan hefur Guð með sinni hægri hendi upphafið til eins höfðingja og lausnara að veita Ísrael iðran og syndanna fyrirgefning. Og vér erum hans vottar til þessara orða og heilagur andi hvern eð Guð gaf öllum þeim er honum hlýða.“ En þá þeir heyrðu það skárust þeir innan og hugsuðu sér að lífláta þá.
Þá stóð upp nokkur af Phariseis af ráðinu, Gamalíel að nafni, einn lögvitringur, mikilsvirtur af öllu fólki, og bauð að postularnir skyldu víkja út um stundarsakir og sagði til þeirra: [„Þér Ísraelsmenn, takið yður í vakt hvað þér skuluð gjöra við þessa menn. Fyrir þessa daga reis upp Theudas, segandi sig nokkurn vera, hverjum að samsinnti tal manna nær fjórum hundruðum, hver að í hel er sleginn og allir þeir sem honum trúðu eru í sundurdreifðir og að öngvu gjörðir. Eftir hann stóð upp Júdas af Galilea á sköttunardögum og umsneri miklu fólki eftir sér. Og hann fyrirfórst og allir so margir sem honum samsinntu eru í sundurtvístraðir.
Og nú segi eg yður: Víkið frá þessum mönnum og látið þá kyrra. Því að ef þetta ráð eður verk er af mönnum til þá forgengur það. En ef það er af Guði þá megi þér ei því kefja so að ei sýnust þér berjast Guði í móti.“ Þá samsinntu þeir honum og kölluðu á postulana, strýktu þá og buðu þeim að þeir töluðu með öngu móti í nafni Jesú og létu þá fara.
En þeir gengu að sönnu glaðir í burtu frá ráðsins ásján það þeir höfðu þess verðugir verið að líða háðung fyrir Jesú nafns sakir. Og hvern dag í musterinu og í öðrum fleiri húsum gáfu þeir ei upp að kenna og að prédika evangelium út af Jesú Christo.