XXIII.

En Páll horfði á ráðið og sagði: [ „Þér menn og bræður, eg hefi af allri góðri samvisku gengið fyrir Guði allt til þessa dags.“ En Ananías kennimannahöfðingi skipaði þeim er hjá honum stóðu að ljósta á hans munn. Þá sagði Páll til hans: „Guð mun slá þig, þú hvítfágaði veggur! Situr þú og dæmir mig eftir lögmálinu og býður að slá mig í móti lögunum!“ En þeir sem hjá stóðu sögðu: „Bölvar þú æðsta kennimanni Guðs?“ Páll sagði: „Eg vissa ei, bræður, það hann var kennimannahöfðingi. Því að skrifað er: Að höfðingja þíns lýðs skaltu eigi böls biðja.“

Sem Páll vissi að þar voru af einni álfu Saducei og af annarri Pharisei kallaði hann upp fyrir ráðinu: [ „Þér menn og bræður, eg em einn Phariseus og sonur eins faríseara. Eg dæmust fyrir von og upprisu framliðinna.“ Og er hann sagði þetta gjörðist sundurþykkja í milli Phariseos og Saduceos og sá selskapur skildi sig að. Því að Saducei segja upprisu framliðinna eigi vera, ei engil né anda en Pharisei viðurkenndu hvorttveggja. En þá gjörðist hávaði mikill og hinir ritklóku af faríseanna liði risu upp og stóðu í móti og sögðu: „Vér finnum ekkert vondslegt á þessum manni. Þó að andi eður engill hafi við hann talað þá kunnum vér eigi að stríða í móti Guði.“

En sem mikil misgreining varð uggaði yfirhöfðingjann að þeir mundu slíta Pál frá þeim og skipaði stríðsfólkinu ofan að fara að grípa hann mitt í burt frá þeim og leiða í kastalann. En nærstu nótt eftir stóð Drottinn hjá honum og sagði: [ „Páll, vertu með góðu geði. Því að líka sem þú hefur vitnað af mér í Jerúsalem so hlýtur þú og að vitna af mér í Róm.“

En er dagur kom samantóku sig nokkrir Gyðingar og strengdu það heit að eta hverki né drekka þar til þeir hefðu Páli í hel komið. [ En þeir voru fleiri en fjörutigi manna sem þetta samtak höfðu gjört. Þeir gengu til kennimannahöfðingjans og öldunganna og sögðu: „Vér höfum heitstrenging strengda að bergja einskis þar til vér höfum Pál af lífi tekið. Því undirvísa nú höfðingjanum og ráðinu það hann láti leiða hann á morgin til yðar líka sem þér vilduð nokkurs sannara vísir verða af honum. En vér erum áður en hann nálægist yður reiðubúnir að slá hann í hel.“

Og er systursonur Páls heyrði það svikræði kom hann og gekk inn í kastalann og undirvísaði það Páli. [ En Páll kallaði til sín einn af undirhöfðingjum og sagði: „Leið þú þennan pilt til yfirhöfðingjans því að hann hefur nokkuð að kunngjöra honum.“ Og hann tók hann að sönnu að sér og leiddi hann til yfirhöfðingjans, segjandi: „Hinn bundni Páll kallaði mig til sín og bað mig að hafa þennan pilt til þín, hann hefði að segja þér nokkuð.“

Yfirhöfðinginn tók hann þá í hönd og veik honum út af, spurði hann að: „hvað er það þú hefur að segja?“ En hann sagði: „Gyðingar hafa samblásið að biðja þig það þú hafir á morgin Pál fyrir ráðið so sem þeir vilji nokkuð sannara af honum fregna. En trú þú þeim eigi því meir en fjörutigu manna veita honum umsát, þeir eð heitstrengt hafa sér hverki eta né drekka þar til þeir gæti honum í hel komið. Og nú eru þeir reiðubúnir, bíðandi eftir þinni fyrirsögn.“

Þá lét yfirhöfðinginn ungmennið í burt frá sér fara og bauð honum að hann segði það öngum að hann hefði honum kunngjört þetta og kallaði tvo undirhöfðingja til sín og sagði: „Búið til tvö hundruð fótgönguliðs að þeir gangi til Cesaream og sjötigi riddara og tvö hundruð skottmanna um þriðju stund nætur og reiðið til þann fararskjóta sem Páll skal á sitja og færið hann vel forvaraðan til Felicem landstjórnara“ og skrifaði bréf þessarar meiningar:

„Claudius Lysias heilsar hinum voldugasta landstjórnara Felix. [ Þennan mann höfðu Gyðingar höndum tekið og vildu hann í hel hafa slegið. En eg kom þá að með stríðsfólkinu og sleit hann af þeim. Og er eg formerkti það hann var rómverskur þá vildi eg vita fyrir hverja sök þeir áklöguðu hann og lét eg leiða hann fram í þeirra ráð. En eg fann þá að hann klagaðist um spurningar þeirra lögmáls og öngva sak hafði þá dauða væri verð eður banda. Og þá mér voru undirvísuð þeirra svikræði er Gyðingar höfðu honum fyrirbúið sendi eg hann strax til þín bjóðandi hans áklögurunum að hvað þeir hefði í móti honum það mætti þeir segja fyrir þér. Far vel.“

En stríðsmennirnir eftir því sem þeim var boðið tóku Pál að sér og færðu hann um nóttina í Antipadrien. [ En annars dags létu þeir riddaraliðið með honum fara og sneru síðan aftur til kastalans. En sem þeir komu til Cesarea fengu þeir landstjórnaranum bréfið og skikkuðu Pál fyrir hann. En er landstjórnarinn las bréfið spurði hann að út af hverju landi hann væri. Og er hann fornam það hann var úr Cilicia sagði hann: „Eg skal forheyra þig nær þínir ákærendur koma.“ Og hann bauð að varðveita hann í dómhúsi Herodis.