XVII.

Hver sig fráhverfan gjörir hann leitar þess sem hann lystir og setur sig örðugan öllu því sem gott er.

Einn afglapi hefur öngva lyst á vísdómi heldur á því sem er í hans hjarta.

Hvert sem sá ómildi kemur þar kemur og forsmán, skömm og brígsli.

Orð í eins viturs manns munni er so sem djúpt vatn og viskubrunnurinn er fullur strauma.

Það er ei gott að álíta persónu hins óguðræka til að hneigja af réttum dómi. [

Varir dárans koma í gubbi og hans munnur sækir eftir höggum.

Munnur hins fávísa gjörir sjálfum sér skaða og hans varir veiða hans eigin sál.

Bakmálugs manns orð eru slög og ganga í gegnum hjartað.

Sá sem latur er í sinni vinnu hann er bróðir þess sem fyrirfer sínu.

Nafn Drottins er hinn sterkasti herkastali, þangað flýr réttlátur maður og verður hólpinn.

Ríkdómur auðigs manns er honum styrkur staður og svo sem hár múrveggur í kringum hann.

Nær nokkur skal falla þá gjörist hans hjarta áður drambsamt og fyrr en maður til heiðurs komi þá hlýtur hann áður að líða. [

Hver fyrri gefur andsvar en hann heyrir, honum er það fáviska og skömm. [

Hver hann hefur glatt hjarta sá kann sér í sínum mótgangi við að halda en þegar hugurinn er fallinn, hver kann það að bera?

Eitt skynsamlegt hjarta kann hyggilega sér að haga og vitrir menn heyra gjarna að menn skynsamlega framfari.

Gáfa mannsins gefur honum rúm og kemur honum fyrir stórherrana.

Réttlátur maður afsakar fyrst sjálfan sig. Komi hans náungi þá finnur hann að við hann.

Hlutfall setur niður deilur og ber úr boga með þeim voldugu. [

Sá bróður sem [ styggður er er fasthaldari en sterkur kastali og það hatur heldur fastara en borgarhjörar.

Hverjum manni verður launað eftir því sem hans munnur hefur talað og verður saddur af ávexti vara sinna.

Dauði og líf stár í tungunnar valdi, hver hana elskar mun henanr ávaxtar neyta.

Hver hann finnur sér eiginkonu sá finnur sér [ góðan hlut og öðlast góðvild af Drottni.

Fátækur maður talar biðjandi, ríkur maður ansar rembilega.

[ Trúr vinur hefur einn mann elskara og stendur fastara hjá hönum heldur en hans eigin bróðir.