XV.
Blítt [ andsvar heftir reiði en hörð ræða uppvekur grimmd.
Tunga vitra manna gjörir lærdóminn ljúflegan en munnur fávísra spyr einnisman heimskunni.
Augu Drottins sjá um allar áttir, bæði illa menn og góða.
Heilnæm tunga er lífsins tré en lygigjörn hryggir hugskotið. [
Einn dári lastar síns föðurs kenning en sá sem umvöndunina líður mun forsjáll verða.
Í húsi hins réttláta er gnægð auðæfa en í inntektum hins ómilda er fordjörfun. [
Munnur vísra manna gefur út góð ráð en hjarta fávísra er fast ólíkt.
Offur hins óguðrækra er Guði andstyggilegt en bæn réttlátra er honum þægileg. [
Vegur hins ómilda er Drottni svívirðing en hver réttlætinu eftirfylgir sá verður af honum elskaður.
Það er ill kunnátta að yfirgefa veginn og sá sem hatar hirtingina hlýtur að deyja. [
Háðgjarn maður [ elskar ekki þann sem hann ávítar og gengur ekki til hyggins manns.
Glatt hjarta gjörir gleðilegt yfirbragð en þegar hjartað er hryggt þá bilar hugurinn.
Hyggið hjarta gjörir forsjállega en djarfir dárar stjórna heimskulega. [
Sá sem hryggur er hefur aldrei góðan nokkun dag en gott geð er daglegt sælgæti.
Betra er lítið með ótta Drottins hellur en mikill fésjóður með öngvum náðum. [
Betri er réttur af káli með kærleika heldur en alinn uxi með hatri.
Reiður maður vekur upp þrætur en þolinmóður niðursetur kíf.
Vegur hins lata er klungraður en vegur hins réttláta er vel sléttur.
Einn vitur sonur gleður föðurinn en heimskur maður er sinni móður skömm. [
Heimskum manni er heimskan fögnuður en forsjáll maður staðnæmist á réttum vegi.
Það áform verður að öngvu sem ei er með ráði en hvar að eru margir ráðgjafar þar styrkist það.
Það er einum manni gleði þar menn svara honum rétt og eitt orð í hæfilegan tíma er mjög ljúft.
Vegur lífsins liggur upp eftir að gjöra menn forsjála so þeir forðist helvíti niðri undir.
Drottinn mun dramblátra hús niðurbrjóta en staðföst gjöra ekkjunnar endimörk. [
Uppsátur hins arga er fyrir Drottni andstyggilegt en hreinferðugir menn tala trúlega.
Sá hinn ágjarni ruglar sínu eigin húsi en sá sem hatar gæfur mun lifa. [
Hjarta hins réttláta hugsar hverju svarandi er en munnur hinna óguðræku skúmar af illu.
Drottinn er langt í burt frá þeim ómildu en bæn réttlátra heyrir hann.
Vinsamlegt tillit gleður hjartað, eitt rykti gjörir beinin feit.
Það eyra sem lífsins umvandan heyrir mun búa á meðal hygginna manna. [
Hver hirtingina forsmár hann gjörir sig sjálfan til [ einskis en hver hann hlýðir hirtingunni verður hygginn.
Ótti Drottins er tyktan til viskunnar og áður en það mann kemur til heiðurs þá hlýtur hann að líða.