X.

Einn vitur sonur gleður sinn föður en fávís sonur er móður sinnar hryggð. [

Rangfengið fé stoðar ekki en réttlæti frelsar frá dauða. [ Ekki lætur Drottinn sál hins réttláta nokkurt hungur þola en hann steypir féfletting ómildra. [

Ein löt hönd gjörir fátækt en ein þrifin hönd gjörir auðgan.

Hver hann samandregur á sumrinu sá er hygginn en sá eð hann sefur um kornskurðartímann [ verður skammaður.

Blessan Drottins er yfir höfði hins réttláta en munn þeirra óguðhræddu yfirfellur þeirra ranglæti.

Minning réttlátra blífur í blessan en nafn óguðrækinna fúnar.

Hygginn maður af hjarta meðtekur boðorðin en sá sem heimskulegan munn hefur verður sleginn. [

Hver eð saklaus lifir hann lifir öruggur en sá eð rangsnúinn er á sínum vegum mun opinber verða.

Hver hann bendir með augunum uppreisir áhyggju og sá eð heimskan munn hefur verður sleginn. [

Munnur hins réttlátra er lífsins æðr en munn ómildra mun ranglæti þeirra hylja.

Hatur kveikir upp deilur en kærleikurinn hylur allar misgjörðir. [

Í vörum viturs manns finns viska en á bak hins heimska hæfir vöndur.

Hyggnir menn geyma lærdómsins en munnur hins heimska er [ skelfingunni nálægur.

Ríkdómur auðigs manns er hans sterkur staður en hina fátæku bljúga gjörir þeirra armóð.

Réttlátur maður neytir sinna auðæfa til [ lífsins en óguðrækinn maður brúkar sínar inntektir til syndar.

Að varðveita ögunina er vegur til lífsins en sá sem hirtingina fyrirlítur mun fara [ villt.

[ Falsmunnar dylja sitt hatur og sá bakmálugur er hann er fávís.

Hvar að er margmælgin fer ekki fram án syndar en hver sínar varir heftir sá er forsjáll.

Tunga hins réttláta er kostulegt silfur en ómildra hjarta er öngvu neytt.

Varir hins réttláta fæða marga en hinis heimsku munu deyja í sinni fávisku.

Blessan Drottins auðgar fyrir utan áhyggju en heimskur maður mótþróast og spéast að þar ofan á. En sá maður er hygginn sem það gaumgæfir.

Það sem óguðhræddur maður óttast mun yfir hann koma og það réttlátir girnast mun þeim veitt verða.

Ómildur maður er svo sem veðurstormur sá skyndilega af líður og ekki er lengur en réttlátur maður helst við að eilífu.

Sem [ edikið gjörir tönnunum og reykurinn augunum, svo gjörir og latur maður þeim er hann sendir.

Ótti Drottins lengir lífdagana en ár óguðrækinna munu styttast.

Bið réttlátra mun að fögnuði verða en von ómildra fyrirferst.

Vegur Drottins er traust réttláts manns en illgjörðamenn eru uggandi.

Réttlátum manni verður alldrei kollvarpað en ómildir menn munu ekki í landinu blífa.

Munnur hins réttláta gefur vísdóm en munnur rangsnúinna manna verður upprættur.

Varir réttláts manns kenna heilnæmilegt en munnur ómildra er rangsnúinn.