VIII.

Og þá það opnaði hið sjöunda innsiglið gjörðist kyrrleiki mikill á himnum nær um hálfa stund. [ Og eg sá sjö engla. Þeir gengu fyrir Guð og þeim urðu sjö básúnur gefnar. Og annar engill kom og stóð við altarið og hafði gulllegt reykelsisker og honum varð mikið reykelsi gefið það hann gæfi til bæna allra heilagra upp á altarið fyrir stólnum og reykur reykelsisins gekk upp af hendi engilsins fyrir Guði. Og engillinn tók reykelsiskerið og fyllti það með eldi af altarinu og hellti því á jörðina. Og þá urðu raddir og reiðarþrumur og eldingar og jarðskjálftar.

Og þeir sjö englar sem höfðu þær sjö básúnur tilbjuggu sig að básúna. Og hinn fyrsti básúnaði og þá gjörðist hagl og eldur með blóði blandaður og féll á jörðina og þriðjungur trjánna brann og allt græna grasið brann. [

Og hinn annar engill básúnaði og þá fór líka sem bjarg mikið eldi brennanda í sjóinn og þriðjungur sjávarins gjörðist blóð og þriðjungur lifandi skepna drapst og þriðjungur skepnanna fyrirfórst. [

Og hinn þriðji engill básúnaði og þar féll stór stjarna af himni og hún logaði sem kveikur og féll yfir þriðjung vatnanna og yfir vatsbrunnana og nafn stjörnunnar hét Remma því að þriðjungur snerist í remmu og margir menn dóu af vötnunum því að þau voru so römm orðin. [

Og hinn fjórði engill básúnaði og þriðjungur sólarinnar varð sleginn og þriðjungur tunglsins og þriðjungur stjarnanna so það þriðjungur þeirra varð myrkvaður og þriðjungur dagsins lýsti ekki, líka einnin næturinnar. [ Og eg sá einn engil fljúga mitt í gegnum himininn og segja með hárri raust: „Vei, vei, vei þeim sem á jörðu búa fram yfir aðrar raddir básúnsins, þeirra þriggja engla sem enn skyldu básúna!“