XXI.

Og eg sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrsti himinn og fyrsta jörð forgekk og sjórinn er ei meir. [ Og eg, Jóhannes, sá hina heilögu borg, þá nýju Jerúsalem, ofan fara af himni frá Guði, tilreidda svo sem prýdd brúður sínum manni. Og eg heyrði rödd mikla af stólnum segja: [ „Sjá þar tjaldbúð Guðs hjá mönnum og hann man hjá þeim byggja og þeir munu hans fólk vera og Guð sjálfur meður þeim mun þeirra Guð vera. Og Guð mun þerra öll tár af þeirra augum. Dauðinn mun eigi meir vera, eigi harmur né kveinan eða hryggð mun meir vera því að hið fyrsta er umliðið.“ Og sá upp á stólnum sat sagði: „Sjá, eg gjöri það allt saman nýtt.“ Og hann sagði til mín: „Skrifa þú því að þessi orð eru sönn og trúarleg.“ [

Og hann sagði til mín: „Það er gjört. Eg em A og Ö, upphaf og niðurlag. Eg man þyrstum gefa af brunni lifanda vats fyrir ekki. [ Hver eð yfirvinnur sá mun eignast allt það og eg man hans Guð vera og hann mun minn sonur vera. En þeim óttafullum og vantrúuðum og svívirðulegum og manndrápurum og frillulifnaðarmönnum og töfrurum og skúrgoðadýrkurum og öllum ljúgurum, þeirra hlutdeild mun vera í díkinu sem með eldi og brennisteini logar, hver að er sá annar dauði.“

Og einn af þeim sjö englum sem hafði þær sjö skálir fullar með þær sjö síðustu plágur kom að mér og talaði við mig og sagði: „Kom, eg man sýna þér kvinnuna, brúður lambsins.“ Og hann tók mig burt í anda upp á hátt og mikið fjall og sýndi mér hina miklu borg, þá heilögu Jerúsalem, ofan fara af himni frá Guði, hafandi bjartleik Drottins og hennar ljós var líkt hinum dýrmætasta steini, svo sem skær jaspis. Og hún hafði mikla og háva múrveggi og hafði tólf hlið og í þeim hliðunum tólf engla og nöfn skrifuð hver að eru tólf kynkvíslir Ísraelssona. Af austri þrjú hlið, af norðri þrjú hlið, af suðri þrjú hlið, af vestri þrjú hlið. Og múrveggur borgarinnar höfðu tólf grundvelli og í þeim sömum nöfn þeirra tólf postula lambsins.

Og sá við mig talaði hafði gulllegan reyrkvarða það hann skyldi mæla borgina og hennar hlið og múrveggi. Og borgin er sett ferköntuð og lengd hennar er so mikil sem breiddin. Og hann mælti borgina með gullreyrnum upp á tólf þúsund renniskeiða. Lengdin og breiddin og hæðin hennar er líka jafnt. Og hann mælti hennar múrveggi hundrað fjórar og fjörutígi álnir eftir þess manns mæling sem engillinn hefur. [ Og smíði hennar múrveggja var af jaspis og borgin af skíru gulli, líkt skæru gleri. Og grundvellirnir og múrveggir borgarinnar voru prýddir með allsháttaða gimsteina. Hinn fyrsti grundvöllur var jaspis, sá annar safír, hinn þriðji calcedonius, fjórði smaragdus, fimmti sardonichus, sjötti sardis, sjöundi chrisolitus, áttandi berillus, níundi topasius, tíundi chrisophras, ellefti hyacinthus, tólfti ametýst.

Og þau tólf hliðin voru tólf perlur og sérhvert hliðið var af sérhverri perlunni. Og strætin borgarinnar voru skíragull so sem gegnumskínandi gler. Og eg sá þar ekkert musteri inni því að Drottinn Guð almáttugur er hennar musteri og lambið. [ Og borgin þarf eigi sólar né tungls það þau lýsi í henni því að Guðs bjartleiki upplýsir hana og ljós hennar er lambið. Og þær þjóðir sem hólpnar verða ganga í því sama ljósi og konungar á jörðu munu innflytja sína dýrð í þá hina sömu. Og hennar hlið verða ekki um daginn afturlukt því að þar man engin nótt vera. Og ekkert saurugt og svívirðilegt né lygn man þar innganga utan þeir sem skrifaðir eru á lífsbókinni lambsins.