Guð talaði við Mósen og sagði til hans: „Ég er Drottinn. Og ég vitraðist Abraham, Ísak og Jakob, að ég vilda vera þeirra Almáttigur Guð. En mitt nafn, Drottinn, hef ég ekki opinberað þeim. Ég hefi og so uppreist minn sáttmála við þá og hét ég að gefa þeim Kanaansland, þeirra umferðarland í hverju þeir hafa verið framandi. So og hefi ég heyrt sýting Ísraelssona, hverja Egyptarnir þvinga með stórum þrældómi, og ég minnist á minn sáttmála.
Þar fyrir, segðu so Ísraelssonum: Ég er Drottinn og ég vil útleiða yður frá þrældómi egypskra manna og frelsa yður af yðar þyngslum og endurleysa yður með útréttum armlegg og stórum dómi. Og ég vil taka yður mér til lýðs og ég vil vera yðar Guð, svo að þér skuluð vita að ég er Drottinn, yðar Guð, sem út hefur leitt yður frá egypskra manna þrældómi og innleiddi yður í það land, yfir hvert ég [ upphóf mína hönd, að ég gæfi það Abraham, Ísak og Jakob, það vil ég gefa yður til eignar. Ég er Drottinn.“ Þetta sagði Móses Ísraelssonum. En þeir hlýddu honum ekki fyrir hugarangist og hörðum þrældómi.
Þá talaði Drottinn við Mósen og sagði: „Far þú inn og tala við faraónem Egyptalands kóng að hann leyfi Ísraelssonum að fara af sínu landi.“ Móses talaði fyrir Drottni og sagði: „Sjá, Ísraelssynir hlýða mér ekki. Hvernin skyldi þá faraó hlýða mér? Þar með er ég með [ óumskornum vörum.“ So talaði Drottinn með Mósen og Aron og gaf þeim bífalning til Ísraelssona og til faraónem kóngsins í Egyptalandi að þeir leiddu Ísraelssonu burt úr Egyptalandi.
Þessir eru höfðingja í sérhverri ættkvísl feðranna: Synir Rúben, þess frumgetna sonar Ísraels eru þessir: Henok, Pallú, Hesron, Karmí. [ Þessir eru kynþættir komnir af Rúben. Símeons synir eru þessir: Jemúel, Jamín, Óhad, Jakín, Sóhar og Sál, sonur þeirrar kanversku kvinnu. [ Þetta er Símeons ættkvísl.
Þessi eru sonanöfn Leví í þeirra ættkvísl: Gerson, Kahat og Merarí. [ En Leví varð hundrað sjö og þrjátygu ára gamall. Synir Gerson eru þessir: Líbní og Símei með sínum ættkvíslum. Þessir eru Kahat synir: Amram, Jesehar, Hebron, Úsíel. Og Kahat varð hundrað þrjú og þrjátyu [ ára gamall. Þessir Merarí synir: Mahelí og Músí. Þessir eru komnir af Leví með sínum ættkvíslum. Og Amram tók sína föðurs systir Jókebed sér til eiginkvinnu. [ Og hún gat við honum Aron og Móse. En Amram varð hundrað sjö og þrjátygu ára gamall. Þessir eru Jesears synir: Kóra, Nefeg, Síkrí. Úsíels synir eru þessir: Mísael, Elsafan, Sítrí.
Aron átti Elísabet, dóttur Amínadab, systur Nahasson. Og hún fæddi honum Nadab, Abíhú, Eleasar, Ítamar. Synir Kóra eru þessir: Asser, Elkana, Abíasaf. Það er sú Kóríters ætt. En Elíasar, Arons son, hann tók sér af Pútíels dætrum sér eiginkvinnu, hún gat honum Pínehas. Þessir eru höfðingjar á meðal feðranna, Levítanna ættkvíslar.
Þetta eru þeir Aron og Móses til hverra Drottinn sagði: „Færið Ísraelssonu af Egyptalandi með þeirra her.“ Þessir eru þeir sem töluðu við faraónem Egyptalands kóng, að þeir leiddi Ísraelssonu af Egyptalandi, sem er Móses og Aron. Og á sama degi talaði Drottinn við Mósen í Egyptalandi og sagði til hans: „Ég er Drottinn. Tala þú við faraó Egyptalands kóng allt það ég segi þér.“ Og hann svaraði Drottni: „Sjá, ég er með óumskornum vörum. Hvernin skal þá faraó heyra mig?“