Og Drottinn mælti við Mósen og sagði: „Þú skalt uppreisa vitnisburðarbúðina þann inn fyrsta dag i þeim fyrsta mánuði. [ Og þú skalt setja sáttmálans örk þar og hengja fortjaldið fyrir örkina. Þú skalt og bera borðið þangað og tilbúa það. Þú skalt og setja kertistikuna þangað og lampana á henni. Þú skalt og setja það gyllini reykaltari fyrir sáttmálans örkina og hengja so eitt fortjald fyrir tjaldbúðarinnar dyr. En þú skalt setja brennioffursins altari utan fyrir vitnisburðarbúðardyrnar, og vatnkerið millum vitnisburðarins tjaldbúðar og altarisins og láta vatn þar í, og setja tjaldbúðargarðinn þar rétt um kring og hengja fortjaldið fyrir portið á tjaldbúðargarðinum.

Og þú skalt taka smyrslin og smyrja tjaldbúðina og allt það sem þar er inni og vígja hana með öllum hennar umbúnaði svo hún sé heilög. [ So skaltu og smyrja brennioffursins altari með öllum sínum verkfærum og vígja það so það sé það allra heilagasta. Þú skalt og smyrja vatnkerið og þess fót og vígja það.

Þú skalt leiða Aron og hans sonu til vitnisburðartjaldbúðardyra og þvo þá með vatni og færa Aron í þau heilögu klæði og smyrja og vígja hann, að hann sé minn kennimaður. [ Þú skalt og leiða hans sonu fram og færa þá í þá mjóu kyrtla og smyrja þá líka sem þú smurðir þeirra föður, að þeir skulu vera mínir kennimenn. Þessi smurning skal vera þeim til eins eilífs kennimannsskapar hjá þeirra eftirkomendum.“ Og Móses gjörði alla hluti so sem Drottinn hafði boðið honum.

So var nú tjaldbúðin uppreist þann fyrsta dag í þeim fyrsta mánaði á því öðru ári. [ Og þá Móses hafði uppreist hana setti hann fæturnar og fjalirnar og stengurnar og reisti stólpana upp og útbreiddi tjöldin til búðarinnar og lagði tjaldþökin þar uppá, sem Drottinn hafði bífalað honum. So og tók hann vitnisburðinn og lagði hann í örkina og setti stengurnar í örkina og setti náðarstólinn ofan á örkina og bar örkina inn í tjaldbúðina og hengdi fortjaldið framan fyrir vitnisburðarinnar örk, sem Drottinn hafði bífalað honum. Og hann setti borðið í sáttmálans tjaldbúð í horni búðarinnar í mót norðri, fyrir framan fotjaldið, og tilreiddi brauð þar uppá fyrir Drottni, sem Drottinn hafði bífalað honum. So setti hann kertistikuna þvert yfir frá borðinu í það horn í tjaldbúðinni mót suðri og setti lampana þar uppá fyrir Drottni, sem Drottinn hafði bífalað honum.

Hann setti og gullaltarið þar innfyrir fortjaldið og gjörði sætan reykelsisilm þar uppá, sem Drottinn hafði bífalað honum. Og hann hengdi eitt fortjald fyrir tjaldbúðardyrnar. En brennifórnaaltari setti hann fyrir tjaldbúðardyrunum og offraði þar á brennifórnum og mataroffri, so sem Drottinn hafði bífalað honum. Og hann setti vatnkerið í millum vitnisburðarbúðarinnar og altarisins og lét þar vatn í að þvo af. Og Móses og Aron og hans synir þvoðu sínar hendur og fætur þar af því þeir skyldu þvo sér þá þeir gengu inn í vitnisburðarins tjaldbúð eða þá þeir gengu fram til altarisins, so sem Drottinn hafði bífalað honum. So reisti hann búðargarðinn upp í kring um tjaldbúðina og altarið og hengdi fortjaldið í forgarðsins port. So fullkomnaði Móses þann allan gjörning.

Þá huldi eitt ský vitnisburðarbúðina og dýrð Drottins uppfyllti hana. [ Og Móses gat ekki gengið inn í vitnisburðarbúðina þá stund sem skýið stóð þar yfir og á meðan Guðs dýrð uppfyllti tjaldbúðina. Og þá skýið tók sig upp frá tjaldbúðinni þá ferðuðust Ísraelssynir þeirra leið. En þá skýið tók sig ekki upp þá voru þeir kyrrir og ferðuðust ekki á þeim degi, fyrr en þann dag það tók sig upp. Því að Drottins ský var um daga yfir tjaldbúðinni og um nætur var það glóandi eldur fyrir augum alls Ísraels húss, svo lengi sem þeir voru á leiðinni.

Endir á annarri bók

Móse.