En af gulu silki, skarlati og purpura gjörðu þeir skrúðann handa Aroni til Guðs þénustu í helgidóminum sem Drottinn hafði boðið Móse. [
Og þeir gjörðu lífkyrtilinn af gulli, gulu silki, skarlati, purpura og hvítu tvinnuðu silki. Og slóu gullið í teina og gjörðu úr því þræði svo mann mátti kostulega vefa því á millum guls silkis, skarlats, purpura og hvíts silkis, so lífkyrtillinn mátti festast saman á báðum öxlunum og bindast til samans á báðum hliðunum. [ Og hans lindi var eftir sömum hagleik og gjörningi af gulli, gulu silki, skarlati og purpura og hvíttvinnuðu silki, sem Drottinn hafði bífalað Móse. Og þeir settu tvo ónyxsteina greypta í gull um kring, útgrafna af steinsníðaranum, með Ísraelssona nöfnum, og festu þá á axlirnar á lífkyrtilinn, að þeir steinar skyldu vera Ísraelssonum til eirnrar minningar sem Drottinn hafði bífalað Móse.
Og þeir gjörðu brjóstskjöldinn eftir þeim sama hagleik og gjörningi sem lífkyrtilinn var gjörður, af gulli, gulu silki, skarlati, purpura og hvíttvinnuðu silki, so að hann var ferskeyttur og tvefaldur, þverarhandar víður og breiður. [ Og fylltu hann með fjórar skipanir steina: Í fyrstu línu var sardis, tópaser og smaragðus, í annarri línu rúbín, safír, demant, í þriðju línu lyncurer, akat og ametíst, í fjórðu túrkis, ónyx og jaspis, og greyptir í gull í öllum línunum. Og steinarnir stóðu eftir nöfnum tólf Ísraelssona, útgrafnir af steinsníðaranum, hvör við sitt nafn, eftir þeim tólf kynkvíslum.
Þeir gjörðu og á brjóstskildinum keðjur með tveimur endum af kláru gulli og tvær gullspengur og tvo gullhringa og festu þá tvo hringa í tvö horn á brjóstskildinum og stungu so þeim tveimur gullfestum í þá tvo hringa sem voru í hornum brjóstskjöldsins. [ En þá tvo enda á samri festi settu þeir við þær tvær spengur og festu þar við jaðarinn á lífkyrtlinum, hvora þvert yfir frá annarri.
Svo gjörðu þeir aðra tvo gullhringa og festu þá í þau önnur tvö hornin á brjóstskildinum í sínum stað, svo það lá skrautlegt á lífkyrtlinum. [ Og þeir gjörðu aðra tvo gullhringa, þá settu þeir til tveggja randa neðan á lífkyrtlinum, hvern þvert yfir frá öðrum, þar sem lífkyrtillinn gekk neðan til samans, so að brjóstskjöldurinn festist með sínum hringum við þá hringa á lífkyrtlinum með eirni gulri snúru, svo að hann var festur við lífkyrtilinn og ekki laus frá lífkyrtlinum, sem Drottinn bífalaði Móse.
Hann gjörði og eirn silkimöttul auk lífkyrtilsins, allan verkaðan af gulu silki og hálsmál mitt uppá með einum borða faldað kring um hálsmálið, að það skyldi ekki rifna. [ Og þeir gjörðu granataepli neðan á hans faldi af gulu silki, skarlati, purpura og hvíttvinnuðu silki. Og gjörðu bjöllur af kláru gulli og settu þær á millum granataeplanna neðan í faldinn allt um kring á silkimöttulinn, so að þar var eitt granataepli í öðrum stað og ein bjalla í öðrum allt um kring á faldinum til þjónustugjörðar, so sem Drottinn hafði bífalað Móse.
Þeir gjörðu og mjóa kyrtla af hvítu tvinnuðu silki til Arons og hans sona og eitt höfuðklæði af hvítu silki og þær fögru húfur af hvítu silki og niðurklæði af hvíttvinnuðu lérefti. [ Og þeir stönguðu lindann með hvíttvinnuðu silki, gulu silki, skarlati, purpura, sem Drottinn hafði bífalað Móse.
Þeir gjörðu og ennisspöngina, sem var sú helga kóróna, af kláru gulli og grófu skrift þar í: „Drottins helgidóm“ og bundu einn gulan dregil þar við að hann skyldi festast ofan til á höfuðklæðið, sem Drottinn hafði boðið Móse.
Svo var nú allur sá umbúnaður vitnisburðarbúðarinnar fullgjörður. [ Og Ísraelssynir gjörðu allt það sem Drottinn hafði bífalað Móse. Og þeir báru tjaldbúðina til Móse, búðina og allan hennar umbúnað, hringana, fjalirnar, stengurnar, stólpana, fæturnar, þakið af rauðlituðu hrútskinni, þakið af greyfingjaskinni, og fortjaldið, vitnisburðarörkina með sínum stöngum, náðarstólinn, borðið með öllum sínum búningi og skoðunarbrauðin, þá fögru kertistiku með lömpunum tilreidda og öllu því sem þar heyrði til, oleum til ljósanna, gullaltarið og smyrslin og það kostulega reykelsi, og fortjald í inngangi búðarinnar, koparaltarið með sínum kopargrindum, með sínum stöngum og öllum umbúnaði, vatnkerið með sínum fæti, langtjöldin til garðsins með þeirra stólpum og fótum, fortjaldið í inngöngu garðsins með sínum stögum og nöglum, og allt það sem heyrir til þjónustugjörðinni í vitnisburðarins búðinni, Arons prestsembættisklæði til að þjóna í helgidóminum og hans sona klæði sem þeir skyldu hafa þá þeir fremdi kennimallegt embætti. Og Ísraelssynir gjörðu allt það sem Drottinn hafði bífalað Móse til allrar þessarar þjónustu. Og Móses skoðaði allan þennan gjörning, að þeir höfðu gjört það í allan máta sem Drottinn hafði bífalað og hann blessaði þá.