Og Móses samansafnaði almúganum Ísraelssona og sagði til þeirra: „Þetta er það sem Drottinn hefur boðið að þér skylduð gjöra. Sex daga skulu þér erfiða en þann sjöunda dag skulu þér helgan halda, eirn sabbatsdag, sem er hvíld Drottins. [ Hvör sem gjörir nokkuð erfiði á þann dag hann skal deyja. Þér skuluð öngvan eld gjöra í öllum yðar hýbýlum um sabbatsdaginn.“ [ Og Móses sagði til alls almúgans Ísraelssona: „Þetta er það sem Drottinn hefur bífalað. Gefið Drottni upplyftingaroffur á meðal yðar so að hvör beri Drottni eitt upplyft offur viljuglega: Gull, silfur, kopar, gult silki, skarlat, purpura, hvítt silki, og geitahár, rauðlitað hrútaskinn, greifingjaskinn, og tré setím, oleum til lampanna og jurtir til smyrsla og til ilmanda reykelsis, og ónyx og innsetta steina til lífkyrtilsins og til brjóstskjöldsins. [ Hver af yður sem er forstandigur hann komi og gjöri hvað sem Drottinn hefur boðið, sem er búðin með hennar tjöldum og þaki, hringarnir, fjalirnar, stengurnar, stólparnir og fæturnir, aurkin með sínum stöngum, náðarstóllinn og fortjaldið, borðið með sínum stöngum og öllum sínum verkfærum, skoðunarbrauðin, kertistikan til að lýsa og hennar verkfæri, lamparnir þar til og oleum til ljósanna, reykelsisaltarið með sínum stöngum, smyrslin og jurtirnar til eins sætleiks ilms, klæðið fyrir tjaldbúðarinnar dyrunum, brennifórnaaltarið með sinni kopargrind, stengum og öllum sínum umbúnaði, vatnkerið með sínum fæti, langtjöldin tjaldbúðargarðsins með sínum stólpum og fótum, klæðið í hliði tjaldbúðargarðsins, hælarnir til tjaldbúðargarðsins með þeirra stögum, klæðin sem heyra til þjónustugjörðarinnar að þjóna með í helgidóminum, Arons prestsklæði og hans sona klæði, til prestaembættisins.“
Þá gekk allur almúgi af Ísraelssonum út frá Móse. Og allir þeir sem gáfu gjarna og velviljuglega komu og báru upplyft offur til Drottins að gjöra það sem tilheyrði vitnisburðarbúðinni og til allrar þeirrar þjónustu og til þeirra helgra klæða. So báru bæði menn og kvinnur sem gjörðu það velviljuglega armspangir, eyrnahringa, hringa og spengur og allrahanda gullker. Þar til bar hvör maður gull til [ upplyftingar fyrir Drottni. Og hvör maður sem hafði gult silki, skarlat, purpura, hvítt silki, geitahár, rauðar hrútagærur, og greifingjaskinn, það bar sá fram. Og hver sem upplyfti silfri eða kopar hann bar það fram til upplyftingar fyrir Drottni. Og hver sem fann tré setím hjá sér þá bar hann það fram til allsháttaðs smíðis Guðsþjónustu gjörðar.
Og þær konur sem voru forstandigar þær spunnu með sínum höndum og frambáru sinn verknað af gulu silki, skarlati, purpura, hvítu silki, og hverjar kvinnur soddan erfiði kunnu og voru viljugar þar til þær spunnu geitahár. En höfðingjarnir báru ónyx og greypta steina fram til lífkyrtilsins og brjóstskjöldsins og jurtir og oleum til kertastikunnar og til smyrslanna og til ilmanda reyks. So báru Ísraelssynir velviljuglega fram, bæði menn og kvinnur, til allsháttaðs gjörnings sem Drottinn hafði boðið fyrir Mósen að gjöra skyldi.
Og Móses sagði til Ísraelssona: „Sjáið, Drottinn hefur kallað með nafni Besaleel Úríson, sonar Húr, af Júda slekti, og hefur uppfyllt hann með Guðs Anda svo að hann er vís, hygginn og skikkanlegur til allrahanda gjörnings. Hann hefur hagleik að erfiða í gulli, silfri og kopar og að útgrafa gimsteina og innsetja þá, að smíða tré og gjöra allrahanda hagleiks gjörning, og hefur gefið honum í hans hjarta hyggindi; líka so Ahalíab syni Ahísamaks af ætt Dan. Hann hefur uppfyllt þeirra hjörtu með vísdóm til að gjöra allrahanda gjörning: Að útskera, verka og sauma með gulu silki, skarlati, purpura og hvítu silki, og að vefa og að gjöra allrahanda gjörning og að upphugsa kostulegt erfiði.“