Og Drottinn sagði til Mósen: „Högg þér tvær steintöflur sem þær inu fyrri voru so að ég skrifi þau orð á þær sem voru á þeim fyrru töflunum hvörjar þú braust í sundur. Og vert búinn á morgun so þú stígir árla uppá Sínaífjall og gakk til mín efst uppá fjallið. Og lát öngvan fara upp með þér og að enginn verði sén hér í nánd fjallinu og að hvörki naut né sauðir fæðist gegnt þessu fjalli.“
Og Móses hjó tvær steintöflur so sem hinar fyrri voru og stóð snemma upp um morguninn og gekk uppá Sínaífjall sem Drottinn hafði boðið honum og tók þær steintöflur í sína hönd. Þá kom Drottinn niður í einu skýi og stóð hjá honum og prédikaði út af Drottins nafni. Og þá Drottinn gekk fram fyrir hans andlit kallaði hann: „Drottinn, Drottinn, miskunnsamur Guð og náðugur og þolinmóður og mjög líknsamur og trúr, þú sem auðsýnir miskunn í þúsund liðu og fyrirgefur misgjörðir, ranglætið og syndirnar og fyrir hverjum enginn er saklaus, þú sem vitjar ranglætis feðranna á börnunum og barnabörnunum, inn til þriðju og fjórðu ættar.“
Og Móses féll strax niður til jarðar og tilbað hann og sagði: „Drottinn, hafi ég fundið náð fyrir þínum augum þá fari Drottin með oss því það er eitt harðsvírað fólk og vert líknsamur yfir vorum syndum og misgjörðum og lát oss vera þinn arf.“ [
Og hann sagði: „Sjá, ég vil gjöra eirn sáttmála í augliti alls þíns fólks og ég vil gjöra dásamlegan hlut hvers líki aldrei var fyrr gjörður í nokkru landi eða hjá nokkru fólki. Og allt það fólk sem þú ert á meðal skal sjá Guðs gjörning því það skal vera dásamlegt sem ég skal gjöra við þig.
Halt það sem ég býð þér í dag. Sjá, ég vil útreka þá Amoreos, Kananeos, Heteos, Pereseos, Heveos og Jebúseos fyrir þér. Varastu að þú gjörir nokkurn sáttmála við innbyggjara þess lands sem þú innkemur, að þeir verði þér ekki til eirnrar hneykslunar á meðal yðar, heldur skaltu niðurbrjóta þeirra altari og sundurmerja þeirra afguði og höggva þeirra lunda niður. Þú skalt ekki tilbiðja nokkurn annan guð því Drottinn kallast vandlætari því að hann er eirn vandlátur Guð. Uppá það ef þú gjörir nokkuð samband með landsins innbyggjara og þá þeir fremja hór eftir þeirra guðum og offra til sinna guða að þeir ekki bjóði þér og þú etir þeirra fórnir og takir þeirra dætur til handa sonum yðar og þær inar sömu gjöri hór eftir sínum afguðum og komi þínum syni til að fremja hór eftir sínum afguðum.
Þú skalt engin steypt skúrgoð gjöra þér. Þú skalt halda ósýrðra brauða hátíð og eta ósýrt brauð í sjö daga sem ég hefi boðið þér, í abíbsmánaðar tíma, fyrir því að þú fórst af Egyptalandi í þeim mánaði abíb. [
Allt það sem fyrst opnar sinnar móðurkvið, það er mitt, hvað sem það er, allt kallkyns á meðal fénaðarins sem opnar sinnar móðurkvið, hvort heldur það er naut eða sauðir. [ En frumburð asnans skaltu leysa með einum sauð. [ En ef þú vilt ekki leysa hann þá brjót hann úr hálsliðunum. Allan frumburð af þínum sonum skaltu leysa. Og þar skal enginn birtast með tómum höndum fyrir mér.
Sex daga skaltu erfiða, þann sjöunda dag skaltu hvílast, bæði með plóg og kornskurð. [ Þú skalt halda viku hátíðina þíns fyrsta hveitikornskurðar og þá innburðarhátíð þegar árið er úti. Þrisvar sinnum um árið skal allt kallkyn opinberast fyrir drottnanda Drottni og Guði Ísraels.
Og þá ég hef útrekið heiðingjana frá þér og þín landamerki verða víðari skal engin girnast þitt land þegar þú so upp fer til að birtast fyrir Drottni þínum Guði þrjár reisur um árið.
Þú skalt ekki offra mitt offursblóð uppá súrt brauð og þú skalt ekkert láta afganga inn til morguns af páskahátíðarinnar offri.
Þú skalt bera til Drottins þíns Guðs hús þann fyrsta ávöxt af þínum jarðargróða. Þú skalt ekki matgjöra kiðið meðan það er á sinnar móður mjólk.“
Og Drottinn sagði til Móse: „Skrifa þú þessi orð því eftir þessum orðum hef ég gjört eirn sáttmála við þig og við Ísrael.“ Og Móses var þar hjá Drottni í fjörutygi daga og fjörutygi nætur og át ekki brauð og drakk ekki vatn. Og hann skrifaði á töflurnar soddan eirn sáttmála, þau tíu orðin.
En sem Móses gekk nú ofan af fjallinu Sínaí hafði hann tvær vitnisburðartabúlur í sinni hendi og hann vissi ekki að geislar stóðu af hans andliti, þar af að hann hafði talað við hann. Og sem Aron og allir Ísraelssynir sáu að geislar stóðu af hans andliti þá þorðu þeir ekki að nálgast til hans. Þá kallaði Móses á þá og þeir sneru sér til hans, bæði Aron og þeir allir yppurstu af almúganum, og hann talaði við þá. Eftir það gengu allir Ísraelssynir til hans. En hann bauð þeim að halda allt það sem Drottinn hafði talað við hann á fjallinu Sínaí. Og þá hann talaði allt þetta fyrir þeim þá lét hann fortjald fyrir sitt andlit. En þá hann gekk inn fyrir Drottin að tala við hann þá tók hann fortjaldið frá þar til ahnn gekk út aftur. Og þá hann kom út og talaði við Ísraelssonu það honum var boðið þá sáu Ísraelssynir á hans andlit, hvörnin geislar stóðu af hans andliti. Þá lét hann fortjald fyrir sitt andlit að nýju þar til að hann gekk inn aftur að tala við hann.