Og þú skalt taka þinn bróðir Aron og hans sonu til þín af Ísraelssonum, að hann sé minn kennimaður, sem er Aron og hans synir Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. [ Og þú skalt gjöra Aron þínum bróður helgan klæðnað sem vera skal vegsamlegur og prýðilegur. Og tala þú við alla þá sem hafa eitt vísdóms hjarta, hverja ég hefi uppfyllt með vísdóms anda, að þeir gjöri Aroni klæði til sinnar vígslu, að hann sé kennimaður.
Þessi eru þau klæði sem þeir skulu gjöra: Brjóstskjöld, lífkyrtil, silkimöttul, þröngvan kyrtil, höfuðklæði og eitt belti. Þennan helgan klæðnað skulu þeir gjöra Aroni þínum bróður og hans sonum, so að þeir séu mínir kennimenn. Og þar til skulu þeir taka gull, gult silki, skarlat, purpura, hvítt silki. Þeir skulu gjöra lífkyrtilinn af gulli, gulu silki, skarlati, purpura og hvítu tvinnuðu silki, fagurlega, so að hann sé tengdur til samans á báðum öxlunum og so bindist til saman á síðunni. [ Og beltið þar utan yfir skal vera gjört með þann sama hagleik og smíði, af gulli, gulu silki, skarlati, purpura og hvítu tvinnuðu silki.
Þú skalt og taka tvo ónyxsteina og grafa nöfn Ísraelissona á þeim, sex nöfn á hvorum, eftir þeirra aldri, og láta steinsníðara þá sem innsigli grafa gjöra það og greypa þá í gull allt um kring. Og þú skalt festa þá uppá axlirnar á lífkyrtlinum, að þeir steinar sé til eirnrar minningar fyrir Ísraelssonum. Aron beri þeirra nöfn upp á báðum sínum öxlum fyrir Drottni til minningar.
Þú skalt og gjöra gullspengur og tvær keðjur af kláru gulli so að hver hringur hangi í öðrum og þær skaltu festa í spangirnar.
Þú skalt og gjöra embættisins brjóstskjöldinn kostulega so sem lífkyrtilinn, af gulli, gulu silki, skarlati, purpura og guðvef. [ Hann skal vera ferskeyttur og tvefaldur, eirnrar þverhandar breiður á lengd og so líka á breidd. Hann skaltu setja allansaman með fjórum röðum steina. Og í fyrstu röðinni skal vera sardus, tópaser og smaragðus. Í annarri röðinni rúbín, safírus, demant. Í þeirri þriðju lyncurer, akat, ametístus. Í þeirri fjórðu eirn túrkis, ónyx, jaspis. Þeir skulu vera greyptir í gull í öllum röðunum. Og þeir skulu standa eftir tólf Ísraelissona nöfnum, útgrafið af steinsníðaranum, hver eftir sínu nafni, eftir þeim tólf kynkvíslum.
Þú skalt og gjöra hlekkjarfesti til brjóstskjöldsins með tveimur endum og lykja hvern í annan, af kláru gulli. Og tvo gullhringa á brjóststkjöldinn, so að þú festir þá saman, tvo hringa til þeirra tveggja horna á brjóstskildinum, og set þar tvær keðjur í þá sömu tvo gullhringa á bæði hornin á brjóstskildinum. En þá hina tvo enda af þeim tveimur keðjum skaltu setja í spengurnar og festa þær í axlirnar á lífkyrtlinum, sínumegin hvörn.
Og þú skalt gjöra tvo aðra gullhringa og festa þá í þau önnur tvö horn á brjóstskildinum, hvorn í sínum stað, neðan til móts við lífkyrtilinn. So skaltu gjöra tvo gullhringa og festa þá á bæði hornin neðan til lífkyrtilsins, hvorn mót öðrum þar sem lífkyrtillinn kemur til samans, ofan á lífkyrtilinn með meistarahagleik, so skal mann knýta brjóstskjöldinn með sínum hringum í hringana á lífkyrtilinn með eirni gulri snúru so það sé fest við lífkyrtilinn sem er kostulega gjörður, so að brjóstskjöldurinn sé ekki laus við lífkyrtilinn.
So skal Aron bera Ísraelssona nöfn í embættisins brjóstskildinum á sínu brjósti þegar hann gengur í helgidóminn, alltíð til eirnrar minningar fyrir Drottni. Þú skalt og setja í embættisins brjóstskjöldinn [ ljósið og réttinn so það sé á Arons brjósti þegar hann kemur inn fyrir Drottin, að hann æ og alltíð beri Ísraelssona embætti á sínu brjósti fyrir Drottni.
Þú skalt og gjöra silkikyrtil, allansaman af gulu silki, undir kyrtlinum. [ Og skal vera eitt hálsmál á honum miðjum og faldað með einum borða, svo það rifni ekki ófaldað. Og neðanvert á faldinum skaltu gjöra svo sem granataepli allt um kring, af gulu silki, skarlati, purpura, og gullbjöllur millum þeirra, so rétt um kring, so að þar sé ein gullbjalla og eitt granataepli og aftur ein gullbjalla og granataepli allt í kring um faldinn á sama silkikyrtli. Þessum kyrtli skal Aron skrýðast þá hann embættar svo að menn megi heyra hljóminn þar af þegar hann gengur út og inn í helgidóminn fyrir Drottni, að hann skuli ekki deyja.
Þú skalt og gjöra eina ennisspöng af kláru gulli og útgrafinn „Drottins helgidómur“ þar á, sem menn útgrafa innsigli. [ Það skaltu festa framan á mítrið með einum gulum silfurdregli yfir Arons enni, so skal Aron bera misgjörðir þess helgaða sem Ísraelssynir heilagt gjöra með ölum þeirra gáfum og það skal alltíð vera yfir hans enni til að forlíka þá fyrir Drottni.
Þú skalt og gjöra eirn mjóan kyrtil af hvítu silki og eitt mítur af hvítu silki og eitt stangað belti. [
Þú skalt og gjöra Arons sonum kyrtla og belti og mítur, vegsamleg og fögur, og færa Aron þinn bróðir og hans syni þar í og smyrja þá og fylla þeirra hendur og vígja þá til að vera mínir kennimenn. Þú skalt og gjöra þeim línbrækur af líni, frá lendunum og til hnésbótar, að hylja þeirra blygðanarhold með. Þær skal Aron og hans synir hafa þá þeir ganga inn í tjaldbúð vitnisburðarins eður til altarisins að þjóna í helgidóminum so að þeir beri eigi sína misgjörninga og deyi. Þetta skal vera honum og hans sæði eftir hann ein eilíf skikkan.