Þú skalt ekki trúa röngum kærumálum og gjör ekki þeim óguðlega nokkra hjástoð so að þú berir falskt vitni. Þú skalt ekki fylgja fólki til illgjörða og svara þú ekki fyrir dómi að þú fylgir þeim sem fleiri eru og gangir so af réttum vegi. [ Þú skalt ekki fegra þann fátæka í hans málefni.
Ef þú mætir þíns óvina uxa eður asna sem villt fer, þá leið þú hann strax aftur til hans. [ Sjáir þú asna þíns óvinar liggja undir byrði, vara þig og lát hann ekki liggja heldur forsóma gjarna þitt eigið fyrir það.
Þú skalt ekki halla réttarfari hins fátæka í hans sök. [ Vertu langt lögnum sökum. Þú skalt ekki slá þann meinlausa og réttláta í hel því ég álít ekki þann óguðlega.
Eigi skaltu gjafir þiggja því að gáfurnar blinda þá sjáöndu og umsnúa málefnum réttferðugra. [ Þrykkið ekki niður þeim framanda því að þér vitið vel hjörtu hinna útlensku því að þér hafið og verið útlendingar á Egyptalandi. [
Sex ár skaltu erja jörðina og sá og safna saman ávöxtum jarðar. Það sjöunda árið skal hún liggja og hvíla sig svo þeir fátæku á meðal þíns fólks megi eta þar af og hvað þar eftir verður þá lát villidýrin á mörkinni éta það. [ Svo skaltu og gjöra við þinn víngarð og viðsmjörsviðargarð.
Sex daga skaltu erfiða en þann sjöunda dag skaltu halda helgan svo að þinn uxi og asni megi hvíla sig og að þinn ambáttarsonur og sá framandi megi endurnæra sig. [ Allt það ég hefi sagt yður, það skuluð þér halda. Og þér skuluð ekki minnast á annarra guða nöfn og þeir skulu ekki heyrast af yðar munni.
Þér skuluð halda mér þrjár hátíðir á hverju ári sem er: Þá sætubrauðshátíð, so að þú etir ósýrt brauð á sjö dögum, á þeim mánaði abíb (sem ég bauð þér), því þú fórst af Egyptalandi þá sömu tíð. [ En enginn skal koma með tómum höndum fyrir mitt auglit. Og þá hátíð hins fyrsta kornskurðarávaxtarins sem þú sáðir á akrinum og þá innburðarhátíð nær árið er úti þá þú hefur inn borið þitt erfiði af akrinum.
Þrysvar um árið skal allt þitt kallkyn birtast fyrir drottnanda Drottni. Þú skalt ekki fórnfæra mitt offus [ blóð með súrdeigi og það feita af minni hátíð skal ekki bíða til morguns.
Þann fyrsta ávöxt af þínum jarðargróða skaltu bera í þíns Drottins Guðs hús. Þú skalt ekki matgjöra kiðið meðan það sýgur sína móður.
Sjá, ég vil senda minn engil fyrir þér sem skal varðveita þig á þínum vegi og leiða þig til þess staðar sem ég hefi tilreitt þér. [ Þar fyrir gakktu varlega fyrir hans augliti og hlýð hans röddu og styggðu hann ekki því að hann fyrirgefur ekki yðar misgjörninga og mitt nafn er í honum. En sé það so að þú heyrir hans rödd og gjörir allt það ég segi þér þá vil ég vera óvinur þinna óvina og mótstandari þinna mótstöðumanna.
En nær að minn engill gengur fyrir þér og leiðir þig inn til þeirra þjóða sem eru Amorei, Hetei, Peresei, Kananei, Hevei, Jebúsei, og ég eyðilegg þá þá skaltu ekki tilbiðja þeirra guði né þjóna þeim og eigi heldur breyta eftir þeirra verkum, heldur skaltu niðurslá og í sundurbrjóta þeirra skúrgoð. En Drottni yðrum Guði skulul þér þjóna, so mun hann blessa þitt brauð og þitt vatn. Og ég vil taka allan sjúkdóm frá þér. Þar skal ekkert vera ávaxtarlaust né óbyrja í þínu landi og ég vil láta þig verða langlífan.
Ég vil senda mínar ógnanir undan þér og gjöra allt fólk hrætt sem þú kemur til. Og ég vil láta alla þína óvini flýja fyrir þér. Ég vil senda [ geitahami undan þér, þeir skulu útrýma fyrir þig þá Heveos, Kananeos, Heteos. Eigi vil ég útreka þá á einu ári fyrir þér so að landið verði ekki í eyði og að villudýrin skulu ekki fjölgast í móti þér. Ég vil útreka þá smámsaman frá þínu augliti, allt til þess þú vex og eignast landið.
Og ég vil setja þín landamerki frá því rauða Hafi og til Filisteis hafs og í frá eyðimerku og inn til vatsfallsins. [ Því að ég vil gefa landsins innbyggjara í þínar hendur so að þú skalt útreka þá frá þér. [ Þú skalt ekki gjöra neina sátt við þá eða við þeirra guði heldur lát þá ekki búa í þínu landi so að þeir komi þér ei til að syndgast í móti mér. Því ef þú þjónar þeirra guðum þá skal það verða þér til hneykslunar.“