Og sem Jetró kennimaður af Madían, mágur Móse, heyrði allt það sem Guð hafði gjört Móse og sínu fólki Ísrael, hversu að Drottinn hafði útleitt Ísrael af Egyptalandi, þá tók hann Sippóra, Móses kvinnu, hverja hann hafði aftur sent, og tvo hennar sonu. [ En fyrsti hét Gerson því hann sagði: „Ég var eirn gestur í framandi landi“ og sá annar Elíeser því hann sagði: „Míns föðurs Guð hefur verið mín hjálp og hefur varðveitt mig frá sverði faraónis.“
Og sem Jetró mágur Móses kom og hans synir og kvinna í eyðimörkina til hans þar sem hann hafði sett sínar herbúðir hjá Guðs fjalli, þá lét hann segja Móse: „Ég Jetró mágur þinn er kominn til þín og þín kvinna og báðir hennar synir með henni.“ Þá gekk Móses út í mót honum og laut honum og minntist við hann. Og er þeir höfðu heilsast þá gengu þeir inn í tjaldbúðina. Móses kunngjörði sínum mági allt það sem Drottinn hafði gjört faraóne og þeim egypsku fyrir Ísraels skuld og so allt það erfiði sem þeir höfðu haft í ferðinni og hvernin Drottinn hafði frelsað þá.
Þá gladdist Jetró fyrir alla þessa góða hluti sem Drottinn hafði gjört Ísrael og frelsað þá af egypskra manna hendi. [ Og Jetró sagði: „Blessaður sé Drottinn sem að frelsaði yður af egypskra manna hendi og af hendi faraónis, hann kann að frelsa sitt fólk að egypskra manna hendi. Nú veit ég að Drottinn er meiri en allir aðrir guðir þar fyrir að þeir frömdu drambsemi mót þeim.“ Og Jetró, Móse mágur, tók brennifórnir og offraði Guði. Þá kom Aron og þeir allir öldungar Ísrael að eta brauð með mági Mósi fyrir Guði.
Og annars dags setti sig Móses til að dæma fólkið. Og fólkið stóð fyrir honum frá morgni til aftans. Þegar hans mágur sá allt það hann gjörði við fólkið þá sagði hann: „Hvað er það þú gjörir við fólkið? Því situr þú alleina og allt fólkið stendur fyrir þér frá morni til kvölds?“ Móses svaraði honum: „Fólkið kemur til mín og leitar Guðs atkvæðis. Því nær nokkur mál gjörast þeirra á milli þá koma þeir til mín að ég dæmi um þær sakir sem til falla á milli sérhvers manns og hans náunga og að ég kenni þeim Guðs setninga og hans lögmál.“
Hans mágur mælti til hans: „Það er ei gott sem þú gjörir, þetta erfiði gjörir þig þreyttan og það fólk sem með þér er, það er þér of þungt, þú mátt það ekki eirnsaman bera. [ Þar fyrir hlýð minni röddu og haf mín ráð og mun Guð vera með þér: Annast þú fólkið í því sem Guði tilkemur og ber fram þeirra málefni fyrir Guð. Set þeim lög og rétt, kenn þeim veginn sem þeir skulu ganga og þau verk sem þeir skulu gjöra.
En sjá þig um á meðal fólksins eftir nokkrum valinkunnum mönnum sem óttast Guð og eru sannsýnir og hata ágirnd og set þessa yfir þá, suma yfir þúsund, suma yfir hundrað, suma yfir fimmtygi og suma yfir tíu, að þeir ætíð dæmi fólkið. En sé þar nokkur stór mál, þá lát þau koma fyrir þig en lát þá dæma öll önnur smærri mál. Svo verður þér þetta léttbærara þegar þeir bera með þér. Ef þú vilt nú þetta gjöra þá kanntu að framkvæma það sem Guð býður þér, so má og allt þetta fólk koma með friði til sinna heimkynna.“
Móses hlýddi orðum síns mágs og gjörði allt það sem hann sagði og útvaldi fróma menn af öllum Ísrael og setti þá til höfðingja yfir fólkið, suma yfir þúsund, suma yfir hundrað, suma yfir fimmtygi og suma yfir tíu, að þeir skyldu alltíð sitja dóma yfir fólkinu. En öllum stórmálum skyldu þeir skjóta fyrir Mósen, en þeir sjálfir skyldu dæma öll smærri mál. So lét Móses sinn mág ferðast heim aftur í sitt land.